Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 60
Náttúrufræðingurinn 60 Helgi Hallgrímsson Grasvíðir – Heimsins minnsta tré Heimsins minnsta tré – svo kall- aði sænski grasafræðingurinn Carl von Linné grasvíðinn (minima inter arbores), þennan góðkunningja okkar Íslendinga, kenndi hann við gras eða jurtir (lat. herba), og gaf honum fræðinafnið Salix herbacea. Eldra fræðinafn er Salix graminea, af lat. gramen = gras. Reyndar munu fáir hugsa um tré þegar þeir líta þessa agnarlitlu plöntu. Þrátt fyrir það er hún trékennd og náskyld öðrum víðitegundum, sem geta sumar hverjar orðið stæðileg tré þótt þær séu í eðli sínu runna- plöntur (1. mynd). Grasvíðir er lítill og jarðlægur runni, iðulega kræklóttur, sem skríður oftast í gróðursverði eða mosa, en teygir aðeins greinarenda upp á yfirborðið, og eru þeir sjaldan nema 1–5 cm að lengd. Blöðin eru lítil, stilkstutt og nærri kringlótt, hárlaus og glans- andi, fíntennt, oft með smábug á enda. Reklar eru smáir og fáblóma. Eins og aðrar víðitegundir er gras- víðir sérkynja. Karlblómin hafa tvo fræfla með bleika frjóknappa. Kven- blómin eru með rauðleitri, trjónu- laga frævu, sem við þroska verður áberandi rauð, gljáandi og tiltölu- lega stór. Fræin eru örsmá, með löngum, hvítum svifhárum (fræull). Grasvíðir blómgast í maí–júní, en oft mun seinna á hálendi. Haustlitur blaða er vanalega gulur, en fyrir kemur að blöðin verða rauð síðsum- ars til fjalla (2. mynd). Íslenski grasvíðirinn er mjög breytileg tegund eftir vaxtarstöðum, verður til dæmis mun stærri í kletta- syllum en í opnu landi og þegar hann er fluttur í garða. Í íslenskum flórubókum er getið um afbrigð- ið var. (forma) fruticosa Fr., sem er gróskumeira og með stærri blöðum en aðaltegundin, 1–2 cm á lengd, stundum dálítið odddregin, vex það á skjólsælum stöðum í klettum og giljum. Ingólfur Davíðsson1 segir að fundist hafi allt að litlafingursdigrir stofnar á grasvíði, sem hljóti að vera mjög gamlir því að hann vex afar hægt. Á háfjöllum má finna dverg- vaxið form, oft krókbogið, með örsmáum blöðum, innan við hálfan cm og fáum grunnum tönnum, oft á kafi í hélumosa, og verður þess nánar getið síðar. Vaxtarstaðir og útbreiðsla Grasvíðir er algengur um land allt. Þó er hann víða fáséður á láglendi nema í hrjóstri, á melum, í klettum eða urðum. Eftir því sem ofar dregur í fjöll verður hann algengari, uns hann nær víða yfir- hönd á stórum svæðum og verður ríkjandi af háplöntum í gróðri. Þetta á þó einkum við um innsveitir. Í útsveitum við opið haf er gras- víðir algengur á láglendi. Það er 1. mynd. Grasvíðir með kvenblómum. Myndin er tekin á Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Ljósm. Hörður Kristinsson, 8. júlí 2006. Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 60–64, 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.