Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 72
Náttúrufræðingurinn 72 um með hnúðum en öðrum með hlemmum (e. trap door). Að innan geta bólstrarnir verið allavega, tómir, hálffullir, sléttfullir með stuðlum og geislum. Bólstrar geta haft eina eða fleiri marglaga kólnunarskorpur.23 Á síðustu árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á öðrum úthafs- hrygg í Kyrrahafi. Í um 480 km fjarlægð frá strönd bandarísku fylkjanna Washington- og Oregon er Juan de Fuca-flekinn og úthafs- hryggur sem á það sameiginlegt með Mið-Atlantshafshryggnum á Íslandi að tengjast heitum reit og er gliðnun þar einnig frekar hæg.26,27 Þar er eldfjallið Axial Seamount sem gaus 1998, 2011 og vorið 2015. Gossprungan er 9 km að lengd en í Kröflu var hún 11 km. Myndanir á Juan de Fuca eru mjög áþekkar því sem sjá má á Mið-Atlantshafs- hryggnum. Þarna hefur myndun bólstrabergs verið fylgt eftir og því líkt við sprungugos á Mið- Atlantshafshryggnum, þar sem eld- gos verða á hliðruðum sprungum. Á 13. mynd sjáum við fyrirbæri sem einkenna gosmyndanir á úthafs- hrygg: Gosmöl, bólstrar og belta- hraun skiptast á í sama gosinu og bólstrar myndast í jaðri beltahrauns. Myndun ílangra bólstra hefur ver- ið líkt við það þegar tannkrem er kreist úr túbu. Yfirborð hraunsins kólnar snöggt þegar 1.100–1.200° heit kvika rennur í kaldan sjó en áfram er >1.000°C heit bergkvika inni í bólstr- unum. Hraunið þenur og rýfur gler- kennda skelina, og nýr sepi, bólstur, verður til. Ílangir bólstrar geta orðið margir metrar á lengd í 20–30 gráðu halla. Þessu er nákvæmlega lýst í myndabók Ballards og Moores.23 Nú virðist reyndar að menn séu ekki á einu máli um hvernig bólstrar þenj- ast út frá þensluraufum.20 Hvað er að sjá á tangan- um? Klappirnar á Hvítanesi eru margvís- legar og falla margar að lýsingu Bal- lards og Moores.23 Hvernig líst ykkur á þennan kúlulaga stein á 4. mynd? Hann er reyndar með þenslurauf, sem styður að um bólstur sé að ræða. Við myndun hennar hefur dregið úr þrýstingi og hraunið ekki haft kraft í nýjan bólstur – kúlan hefur stungið af og skoppað niður halla.8 Kúlan virðist hafa verndandi kápu en klappirnar í kring eru sorfnar og holóttar. Á 14. mynd er samanburður við gamlan frænda sem myndaður er á hafsbotni. Sívalir bólstrar eru taldir ein- kennandi fyrir bólstraberg þar sem halli er talsverður þannig að þeir hlaðast ekki upp heldur tognar úr þeim þegar þeir renna frá gosstöðv- um. Sívalningurinn á 1. og 15. mynd hefur komið úr austri og breikkar þar sem rennsli hans stöðvaðist. Hann er með raufum og raski. Hér að framan lýsir Moore sívölum bólstrum um 1 m í þvermál og 10–15 m á lengd.8 Á 3. og 16. mynd má sjá marga flata bólstra en þeim eru einmitt gerð skil í myndabók Ballards og Moores.23 13. mynd. Einkennandi gosmyndanir á sjávarbotni á Juan de Fuca frá 2011. Til vinstri er skriða af bólstrabrotum, þá bólstrar og beltahraun til hægri, allt myndað í sama gosinu. Mis- munandi form leiðir sennilega af flæði kvikunnar. – Lava cascade from the 2011 event in Axial Seamount in Juan de Fuca. From left to right, it left talus, bulbous pillows and an unbroken sheet flow. The differences probably reflect flow rate. Ljósm./Photo: Monterey Bay Aquarium Research Institute í Kaliforníu. 14. mynd. Til vinstri: Bolti í nær 2.000 m hæð y.s. nálægt Montgenèvre- fjallaskarðinu á landamærum Frakklands og Ítalíu. Hann hefur lagst í ótrúlegt ferðalag úr 2.000 m dýpi í hafinu, ferðalag sem tók 170 milljónir ára.28 Til hægri: Hluti úr 4. mynd. Hvernig ferðalag á þessi bolti á Hvítanesi að baki? – Left: Pillow lava at Chenaillet (Hautes– Alpes) in France. This ball has made a great tour from 2,000 m at the seafloor to near 2,000 m in the mountains a travel that la- sted 170 Ma.28 Right: What kind of travel has our relatively young ball at Hvítanes made? (Part of Fig. 4). Ljósm. til vinstri/ Photo to the left: A. Saphon. Ljósm. til hægri/Photo to the right: Bergþóra Sig- urðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.