Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 5
5 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 1. mynd. Háspennulína norðan Blönduvirkjunar. – High-voltage transmission line north of Blanda power plant. Ljósm./Photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir. upplifun sem fólk tengir við staðinn. Slíkar framkvæmdir geta jafnvel orðið til þess að fólk njóti þess ekki lengur að koma á staðinn og hætti því að heimsækja hann.13 Neikvæð áhrif raflína á landslag snerta því ferðaþjónustuna sem atvinnugrein en einnig velferð íbúanna sem byggja mögulega efnahagslega afkomu sína á sjónrænum gæðum landsins.14 Vorkinn og Riese15 hafa auk þess bent á að tilfinningatengsl við staði eiga meiri þátt í að skapa andstöðu við breytingar á umhverfi en lýðfræðilegar breytur, svo sem kyn, stétt og staða. Í rannsókn Priestley og Evans5 var viðhorf íbúa til sýnileika raflína borið saman við hlutlaust mat rannsakenda. Sýnt var fram á að fólk hefur tilhneigingu til að ofmeta í huga sér áhrif raflína á landslag, sérstaklega þeir sem voru andvígir lagningu þeirra og þeir sem búa nálægt þeim. Flestar rannsóknir sem byggj- ast á viðhorfi fólks til raflína hafa verið gerðar á byggðum svæðum meðal íbúa en lítið er um rann- sóknir á viðhorfum ferðamanna til raflína á náttúrusvæðum16 fyrir utan skýrslur sem hafa verið unn- ar samhliða mati á umhverfisáhrif- um um áhrif fyrirhugaðra raflína á ferðamennsku.17–24 Auk þess hafa ferðamenn verið spurðir hversu æskilegar þeim þættu raflínur og önnur orkumannvirki á nokkrum stöðum á miðhálendi Íslands.25,26 Niðurstöður þessara rannsókna sýna að ferðamenn og fagfólk hefur neikvæð viðhorf til raflína vegna áhrifanna sem þær hafa á landslag og náttúruupplifun. Þær eru jafn- framt ekki taldar samrýmast hug- myndinni um óröskuð víðerni. Eftirspurn eftir raforku hér á landi hefur aukist undanfarin ár og er útlit fyrir að hún aukist enn frekar á næstu árum. Samkvæmt skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá apríl 2016 var eftirspurn fyrst og fremst talin mundu aukast vegna fjögurra kísilmálmvera, tveggja í Helguvík, eins á Bakka við Húsavík og eins á Grundartanga.27 Til þess að knýja þessi fjögur kísilver þyrfti raforkuframleiðsla að aukast um 23% miðað við árið 2015.28 Sé tekið mið af þessum áformum er jafn- framt ljóst að styrkja þarf flutnings- kerfi raforkunnar (1. mynd), auk þess sem flutningsgeta kerfisins er nú ekki næg, einkum á landsbyggð- inni. Aðallega er horft til tveggja val- kosta við styrkingu flutningskerfis- ins: A) Hálendisleiðar sem liggur um Sprengisand, og B) byggðaleið- ar sem lægi nálægt núverandi byggðalínu. Báðar leiðirnar eru taldar valda neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu og landslag og ásýnd lands. Niðurstaða Landsnets er sú að hálendisleiðin sé betri kostur að því leyti að hún er fljótlegri og ódýrari í framkvæmd. Auk þess tel- ur Landsnet að hálendisleiðin hafi minni áhrif á ferðaþjónustu vegna þess að þar séu færri ferðamanna- staðir og færri ferðamenn.29 Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum Ís lend- inga og hefur hlutdeild ferðaþjón- ustu í gjaldeyristekjum þjóðarinnar aukist úr 18,8% í 31,1% á árunum 2010–2015. Stóriðjan skapaði hins vegar 20% útflutningstekna og sjáv- arútvegurinn um 22% árið 2015.30 Erlendum ferðamönnum hefur að sama skapi fjölgað mjög og komu um 1,8 milljónir erlendra ferða- manna til landsins árið 2016.31 Um 80% erlendra ferðamanna koma til landsins vegna náttúrunnar og það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.