Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 5
5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
1. mynd. Háspennulína norðan Blönduvirkjunar. – High-voltage transmission line north
of Blanda power plant. Ljósm./Photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir.
upplifun sem fólk tengir við staðinn.
Slíkar framkvæmdir geta jafnvel
orðið til þess að fólk njóti þess ekki
lengur að koma á staðinn og hætti
því að heimsækja hann.13 Neikvæð
áhrif raflína á landslag snerta því
ferðaþjónustuna sem atvinnugrein
en einnig velferð íbúanna sem
byggja mögulega efnahagslega
afkomu sína á sjónrænum gæðum
landsins.14 Vorkinn og Riese15 hafa
auk þess bent á að tilfinningatengsl
við staði eiga meiri þátt í að skapa
andstöðu við breytingar á umhverfi
en lýðfræðilegar breytur, svo sem
kyn, stétt og staða. Í rannsókn
Priestley og Evans5 var viðhorf íbúa
til sýnileika raflína borið saman við
hlutlaust mat rannsakenda. Sýnt var
fram á að fólk hefur tilhneigingu til
að ofmeta í huga sér áhrif raflína á
landslag, sérstaklega þeir sem voru
andvígir lagningu þeirra og þeir
sem búa nálægt þeim.
Flestar rannsóknir sem byggj-
ast á viðhorfi fólks til raflína hafa
verið gerðar á byggðum svæðum
meðal íbúa en lítið er um rann-
sóknir á viðhorfum ferðamanna
til raflína á náttúrusvæðum16 fyrir
utan skýrslur sem hafa verið unn-
ar samhliða mati á umhverfisáhrif-
um um áhrif fyrirhugaðra raflína á
ferðamennsku.17–24 Auk þess hafa
ferðamenn verið spurðir hversu
æskilegar þeim þættu raflínur og
önnur orkumannvirki á nokkrum
stöðum á miðhálendi Íslands.25,26
Niðurstöður þessara rannsókna
sýna að ferðamenn og fagfólk hefur
neikvæð viðhorf til raflína vegna
áhrifanna sem þær hafa á landslag
og náttúruupplifun. Þær eru jafn-
framt ekki taldar samrýmast hug-
myndinni um óröskuð víðerni.
Eftirspurn eftir raforku hér á
landi hefur aukist undanfarin ár og
er útlit fyrir að hún aukist enn frekar
á næstu árum. Samkvæmt skýrslu
iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá
apríl 2016 var eftirspurn fyrst og
fremst talin mundu aukast vegna
fjögurra kísilmálmvera, tveggja í
Helguvík, eins á Bakka við Húsavík
og eins á Grundartanga.27 Til þess
að knýja þessi fjögur kísilver þyrfti
raforkuframleiðsla að aukast um
23% miðað við árið 2015.28 Sé tekið
mið af þessum áformum er jafn-
framt ljóst að styrkja þarf flutnings-
kerfi raforkunnar (1. mynd), auk
þess sem flutningsgeta kerfisins er
nú ekki næg, einkum á landsbyggð-
inni. Aðallega er horft til tveggja val-
kosta við styrkingu flutningskerfis-
ins: A) Hálendisleiðar sem liggur
um Sprengisand, og B) byggðaleið-
ar sem lægi nálægt núverandi
byggðalínu. Báðar leiðirnar eru
taldar valda neikvæðum áhrifum á
ferðaþjónustu og landslag og ásýnd
lands. Niðurstaða Landsnets er sú
að hálendisleiðin sé betri kostur
að því leyti að hún er fljótlegri og
ódýrari í framkvæmd. Auk þess tel-
ur Landsnet að hálendisleiðin hafi
minni áhrif á ferðaþjónustu vegna
þess að þar séu færri ferðamanna-
staðir og færri ferðamenn.29
Ferðaþjónustan er orðin ein af
undirstöðuatvinnugreinum Ís lend-
inga og hefur hlutdeild ferðaþjón-
ustu í gjaldeyristekjum þjóðarinnar
aukist úr 18,8% í 31,1% á árunum
2010–2015. Stóriðjan skapaði hins
vegar 20% útflutningstekna og sjáv-
arútvegurinn um 22% árið 2015.30
Erlendum ferðamönnum hefur að
sama skapi fjölgað mjög og komu
um 1,8 milljónir erlendra ferða-
manna til landsins árið 2016.31 Um
80% erlendra ferðamanna koma til
landsins vegna náttúrunnar og það