Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 47
47 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fannst þá enginn fiskur í mögum þeirra. Fæðuval æðarfugla veltur líka á hversu auðvelt er að ná í fæðu og á því til hvaða svæða fuglarnir sækja vegna varps, fjaðrafellis eða makavals. Ljóst er að sumarfæða æðarfugla í Breiðafirði samanstend- ur að mestu af lausum ásætubotn- dýrum, þ.e. sniglum, nökkvum og klettadoppum, þ.e. fæðu sem þarf ekki losa úr yfirborði með fyrirhöfn.17 Að sama skapi fannst kræklingur í takmörkuðu magni í mögum æðarfugla sem safnað var úr grásleppunetum í Breiðafirði, og verður það aðeins skýrt með árstímanum, þ.e. að æðarfuglar nýti ekki krækling að sumarlagi, eða með sérkennum einstakra söfnunar- svæða. Einn æðarblikinn var með þrjú sandsíli í maga og annar með grásleppuhrogn.22 Æðarkollur verða allt að 18–30 ára gamlar23–26 og byrja að verpa 2–3 ára.27 Þær éta ekkert á álegu en treysta á fituforða sem byggður er upp um veturinn og nemur um 20% af líkamsþyngd.28 Kollurnar tapa síðan 25–45% af þessari auknu heildarþyngd sinni á álegu.1,2,29–32 Ljóst má því vera að loðnuát er góður kostur við forðasöfnun seinni hluta vetrar. Heimsútbreiðsla æðarfugls skar- ast við heimsútbreiðslu loðnu (2. mynd). Helstu hafsvæði loðnu eru flest einnig vetrar- og varpsvæði æðarfugls, þ.e. í Barentshafi, við Ísland, Grænland, Nýfundnaland og Labrador og loks í Hudsonflóa, á Beringshafi og við Okhotsk- Karahaf.33,34,35 Loðnustofninn milli Íslands, Grænlands og Jan Mayen hrygnir á grunnsævi sunnan og vest- an við Ísland.34 Ungviðið vex norð- an við Ísland og austan Grænlands, vestan við Grænlandssund. Helstu afræningjar á loðnu eru hvalir, sjó- fuglar og fiskar, einkum þorskur (Gadus morhua). Farleiðir loðnu hafa breyst síðustu tvo til þrjá áratugi, einkum á þeim árstíma þegar loðn- an fitar sig upp til að hrygna.36,37,38 Tengsl loðnu við fjölda æðarfugla á Íslandi hafa ekki fyrr verið rann- sökuð. Hér var prófað hvort fylgni væri á milli stofnvísitalna loðnu og æðarfugls. Hafrannsóknastofnun vaktar loðnustofninn og hefur gefið út aflamark árlega frá 1985.39 Í lok mars hafa æðarfuglar parað sig og leggja þaðan í frá mesta áherslu á söfnun forðanæringar fyrir varp.40 Því er talið að æðarfuglar éti helst loðnu þegar kollan fitar sig upp fyrir varp í febrúar, mars og jafn- vel fram í apríl. Ýmsir æðarbændur telja að gott loðnuár sé ávísun á gott æðarvarp og var sú tilgáta prófuð hér með því að kanna breytileika milli ára í fjölda æðarhreiðra á talningarsvæðum á Norðurlandi, Vestfjörðum, Breiðafirði og Suð- vestur landi. Þessar vísitölur fyrir fjölda æðarhreiðra voru fylgnipróf- aðar við loðnuveiðiráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar 1983–2008, og að auki var greint tölfræðilega með atburðagreiningu hvort slökustu loðnuárin („loðnuhallæri“) hefðu áhrif á fjölda æðarhreiðra. Aðferðir Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar39 um hámarksafla á loðnu felur í sér mat á stærð hrygningarstofnsins. Matið var byggt á bergmálsmæl- ingum að hausti fyrir hverja ver- tíð en fram til 2015 var þess gætt að skilja 400 þúsund tonn eftir til að varðveita hrygningarstofninn.33 Árleg loðnuráðgjöf stofnunarinnar (hér eftir kölluð loðnuvísitala) var notuð sem skýringarbreyta í fylgni- prófi milli loðnuvísitölu og stofn- vísitalna fyrir æðarfugl. Til hlið- sjónar voru einnig skoðaðar loðnu- veiðar Íslendinga frá 1963. Þær jukust mjög upp úr 1980 en drógust saman eftir 2005.41 Undanfarna áratugi hafa æðar- bændur árlega talið hreiður æðar- fugls í 40 æðarvörpum.42,43,44 Hér voru lagðar saman hreiðurtölur úr æðarvörpum á landsvæðum á Suðvesturlandi, við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og við Eyjafjörð. Annars vegar var þessari skiptingu í talningasvæði ætlað að endur- spegla ólíka loðnugengd við landið. Loðnuganga hefst vanalega úti fyrir Suðvesturlandi, heldur áfram vestur fyrir land og lýkur úti fyr- ir Norðurlandi, en nær mislangt hverju sinni. Hins vegar var skipt- ingin reynd til einföldunar eftir að fylgnipróf á einstökum vörpum43,44 gáfu engin sambönd til kynna. Hér gildir sú forsenda að loðnugengd hafi ekki haft ólík áhrif á æðarvörp innan hvers talningasvæðis. Æðarvísitala Suðvesturlands var byggð á þremur æðarvörpum, Fuglavík og Norðurkoti á Miðnesi (samtala fyrir vörpin tvö) og Þyrli í Hvalfirði; vísitalan fyrir Norðurland byggðist á vörpum í Hrísey í Eyjafirði og á Laxamýri í Þingeyjarsýslu; vísi- tala Vestfjarða var byggð á fimm vörpum, á Læk og á Mýrum í Dýrafirði, á Auðkúlu í Arnarfirði og í Holti og Innra-Hjarðarholti í Önundarfirði. Æðarvísitala Breiða- fjarðar var samtala fyrir Brokey, Bjarneyjar, Svefneyjar, Skáleyjar, Flatey, Sauðeyjar, Rif, Bíldsey og Þorvaldsey. Loðnuráðgjöf og stofnvísitöl- um æðarfugls var umbreytt með jöfnunni ln(Nt/Nt–1; þar sem Nt=stofnstærð árið t, og Nt–1 er stofnstærð árið áður) til að taka á sjálffylgni (e. autocorrelation) í gögn- unum, sem getur annars haft áhrif á marktækni fylgniprófa. Með þessu er sjálffylgni milli ára að mestu eytt og fylgnipróf milli ára óbjöguð.45 Þá eru með fylgniprófunum mældar breytingar milli ára í stað þess að fylgni milli vísitalnanna sé próf- uð beint. Tengsl loðnu og fjölda æðarhreiðra voru skoðuð bæði sjón- rænt og með fylgniprófum. Einnig var metið hvort línulegt samband væri milli loðnuvísitalna og fjölda æðarhreiðra ári síðar, þ.e. hvort loðnugengd hefði áhrif á stofnstærð æðarfugls árið eftir. Notast var við tímabilið 1985–2008. Á þessu tímabili var fyrir hendi loðnuvísi- tala öll árin og æðartölur fyrir alla fjóra landshlutana. Þegar loðnu- og æðarvísitölur voru skoðaðar sáust þrjú „loðnu- hallærisár“ þar sem verulega var dregið úr ráðlögðum loðnuafla mið- að við árin á undan, árin 1991 (25 þús. tonn), 1995 (85 þús. tonn) og 2006 (22 þús. tonn). Eins var árið 1998 áhugavert því að þá veiddist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.