Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 47
47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
fannst þá enginn fiskur í mögum
þeirra. Fæðuval æðarfugla veltur
líka á hversu auðvelt er að ná í fæðu
og á því til hvaða svæða fuglarnir
sækja vegna varps, fjaðrafellis eða
makavals. Ljóst er að sumarfæða
æðarfugla í Breiðafirði samanstend-
ur að mestu af lausum ásætubotn-
dýrum, þ.e. sniglum, nökkvum
og klettadoppum, þ.e. fæðu sem
þarf ekki losa úr yfirborði með
fyrirhöfn.17 Að sama skapi fannst
kræklingur í takmörkuðu magni í
mögum æðarfugla sem safnað var
úr grásleppunetum í Breiðafirði,
og verður það aðeins skýrt með
árstímanum, þ.e. að æðarfuglar nýti
ekki krækling að sumarlagi, eða
með sérkennum einstakra söfnunar-
svæða. Einn æðarblikinn var með
þrjú sandsíli í maga og annar með
grásleppuhrogn.22
Æðarkollur verða allt að 18–30
ára gamlar23–26 og byrja að verpa
2–3 ára.27 Þær éta ekkert á álegu
en treysta á fituforða sem byggður
er upp um veturinn og nemur um
20% af líkamsþyngd.28 Kollurnar
tapa síðan 25–45% af þessari auknu
heildarþyngd sinni á álegu.1,2,29–32
Ljóst má því vera að loðnuát er
góður kostur við forðasöfnun seinni
hluta vetrar.
Heimsútbreiðsla æðarfugls skar-
ast við heimsútbreiðslu loðnu (2.
mynd). Helstu hafsvæði loðnu eru
flest einnig vetrar- og varpsvæði
æðarfugls, þ.e. í Barentshafi, við
Ísland, Grænland, Nýfundnaland
og Labrador og loks í Hudsonflóa,
á Beringshafi og við Okhotsk-
Karahaf.33,34,35 Loðnustofninn milli
Íslands, Grænlands og Jan Mayen
hrygnir á grunnsævi sunnan og vest-
an við Ísland.34 Ungviðið vex norð-
an við Ísland og austan Grænlands,
vestan við Grænlandssund. Helstu
afræningjar á loðnu eru hvalir, sjó-
fuglar og fiskar, einkum þorskur
(Gadus morhua). Farleiðir loðnu hafa
breyst síðustu tvo til þrjá áratugi,
einkum á þeim árstíma þegar loðn-
an fitar sig upp til að hrygna.36,37,38
Tengsl loðnu við fjölda æðarfugla
á Íslandi hafa ekki fyrr verið rann-
sökuð. Hér var prófað hvort fylgni
væri á milli stofnvísitalna loðnu og
æðarfugls. Hafrannsóknastofnun
vaktar loðnustofninn og hefur gefið
út aflamark árlega frá 1985.39 Í lok
mars hafa æðarfuglar parað sig og
leggja þaðan í frá mesta áherslu á
söfnun forðanæringar fyrir varp.40
Því er talið að æðarfuglar éti helst
loðnu þegar kollan fitar sig upp
fyrir varp í febrúar, mars og jafn-
vel fram í apríl. Ýmsir æðarbændur
telja að gott loðnuár sé ávísun á gott
æðarvarp og var sú tilgáta prófuð
hér með því að kanna breytileika
milli ára í fjölda æðarhreiðra á
talningarsvæðum á Norðurlandi,
Vestfjörðum, Breiðafirði og Suð-
vestur landi. Þessar vísitölur fyrir
fjölda æðarhreiðra voru fylgnipróf-
aðar við loðnuveiðiráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar 1983–2008, og að
auki var greint tölfræðilega með
atburðagreiningu hvort slökustu
loðnuárin („loðnuhallæri“) hefðu
áhrif á fjölda æðarhreiðra.
Aðferðir
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar39
um hámarksafla á loðnu felur í sér
mat á stærð hrygningarstofnsins.
Matið var byggt á bergmálsmæl-
ingum að hausti fyrir hverja ver-
tíð en fram til 2015 var þess gætt
að skilja 400 þúsund tonn eftir til
að varðveita hrygningarstofninn.33
Árleg loðnuráðgjöf stofnunarinnar
(hér eftir kölluð loðnuvísitala) var
notuð sem skýringarbreyta í fylgni-
prófi milli loðnuvísitölu og stofn-
vísitalna fyrir æðarfugl. Til hlið-
sjónar voru einnig skoðaðar loðnu-
veiðar Íslendinga frá 1963. Þær
jukust mjög upp úr 1980 en drógust
saman eftir 2005.41
Undanfarna áratugi hafa æðar-
bændur árlega talið hreiður æðar-
fugls í 40 æðarvörpum.42,43,44 Hér
voru lagðar saman hreiðurtölur
úr æðarvörpum á landsvæðum á
Suðvesturlandi, við Breiðafjörð,
á Vestfjörðum og við Eyjafjörð.
Annars vegar var þessari skiptingu
í talningasvæði ætlað að endur-
spegla ólíka loðnugengd við landið.
Loðnuganga hefst vanalega úti
fyrir Suðvesturlandi, heldur áfram
vestur fyrir land og lýkur úti fyr-
ir Norðurlandi, en nær mislangt
hverju sinni. Hins vegar var skipt-
ingin reynd til einföldunar eftir að
fylgnipróf á einstökum vörpum43,44
gáfu engin sambönd til kynna. Hér
gildir sú forsenda að loðnugengd
hafi ekki haft ólík áhrif á æðarvörp
innan hvers talningasvæðis.
Æðarvísitala Suðvesturlands
var byggð á þremur æðarvörpum,
Fuglavík og Norðurkoti á Miðnesi
(samtala fyrir vörpin tvö) og Þyrli í
Hvalfirði; vísitalan fyrir Norðurland
byggðist á vörpum í Hrísey í Eyjafirði
og á Laxamýri í Þingeyjarsýslu; vísi-
tala Vestfjarða var byggð á fimm
vörpum, á Læk og á Mýrum í
Dýrafirði, á Auðkúlu í Arnarfirði
og í Holti og Innra-Hjarðarholti í
Önundarfirði. Æðarvísitala Breiða-
fjarðar var samtala fyrir Brokey,
Bjarneyjar, Svefneyjar, Skáleyjar,
Flatey, Sauðeyjar, Rif, Bíldsey og
Þorvaldsey.
Loðnuráðgjöf og stofnvísitöl-
um æðarfugls var umbreytt með
jöfnunni ln(Nt/Nt–1; þar sem
Nt=stofnstærð árið t, og Nt–1 er
stofnstærð árið áður) til að taka á
sjálffylgni (e. autocorrelation) í gögn-
unum, sem getur annars haft áhrif á
marktækni fylgniprófa. Með þessu
er sjálffylgni milli ára að mestu eytt
og fylgnipróf milli ára óbjöguð.45 Þá
eru með fylgniprófunum mældar
breytingar milli ára í stað þess að
fylgni milli vísitalnanna sé próf-
uð beint. Tengsl loðnu og fjölda
æðarhreiðra voru skoðuð bæði sjón-
rænt og með fylgniprófum. Einnig
var metið hvort línulegt samband
væri milli loðnuvísitalna og fjölda
æðarhreiðra ári síðar, þ.e. hvort
loðnugengd hefði áhrif á stofnstærð
æðarfugls árið eftir. Notast var
við tímabilið 1985–2008. Á þessu
tímabili var fyrir hendi loðnuvísi-
tala öll árin og æðartölur fyrir alla
fjóra landshlutana.
Þegar loðnu- og æðarvísitölur
voru skoðaðar sáust þrjú „loðnu-
hallærisár“ þar sem verulega var
dregið úr ráðlögðum loðnuafla mið-
að við árin á undan, árin 1991 (25
þús. tonn), 1995 (85 þús. tonn) og
2006 (22 þús. tonn). Eins var árið
1998 áhugavert því að þá veiddist