Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn 8 Við greiningu á spurningunni eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að körlum þykja raflínur óæski- legri en konum og ferðamönnum yngri en 25 ára þykja þær síður óæskilegar en þeim sem eldri eru (1. tafla).a Íslendingum þykja raf- línur óæskilegri en öllum öðrum þjóðernishópum nema öðrum Norðurlandabúum. Ferðamönnum sem koma á svæðin á eigin bílum finnast raflínur óæskilegri en þeim sem ferðast í hópferðabílum og bíla- leigubílum. Þeir sem eru gangandi og á mótorhjóli eða fjórhjóli eru mjög andvígir raflínum en þessir hópar eru of fámennir til að marg- hliða samanburður sýni marktækan mun. Mikill munur er á milli staða á því hversu óæskilegar raflínur þykja. Raflínur þykja óæskilegri í Nýjadal en í Skagafirði, Hólaskjóli, við Aldeyjarfoss og Seltún, en svar- endum við Seltún þykja þær mun síður óæskilegar en ferðamönnum á öðrum stöðum. Mikill munur er einnig milli hópa viðhorfskvarðans í svörum um æskileik raflína á rann- sóknarstöðunum. Þjónustusinnar eru sá hópur sem sættir sig helst við raflínur og almennum ferðamönn- um finnst þær nokkuð óæskilegri en þjónustusinnum. Náttúrusinnum og eindregnum náttúrusinnum þykja raflínur mun óæskilegri en fyrrnefndu hópunum tveimur. Þá þótti þeim sem höfðu komið á svæð- in áður raflínur óæskilegri en þeim sem voru í fyrstu ferðinni og þeir sem komu til að upplifa víðerni töldu raflínur óæskilegri en þeir sem komu ekki til að upplifa víðerni. 1. tafla. Fjöldi x S t-próf / anova-próf N t-test / anova Alls – Total 2075 2,20 1,031 - Konur – Female 1002 2,24 1,025 t= 2,134 Karlar – Male 947 2,14 1,033 p= 0,033 Yngri en 25 ára – Younger than 25 years 254 2,51 1,023 F= 6,745 p< 0,001 25-34 ára/years 396 2,24 0,994 35-44 ára/years 287 2,06 1,000 45-54 ára/years 356 2,11 1,031 55-64 ára/years 299 2,06 1,017 65 ára og eldri – 65 years and older 164 2,24 1,092 Ísland – Iceland 315 1,75 1,006 F= 9,204 p< 0,001 Þýskaland – Germany 356 2,20 0,924 Frakkland – France 251 2,13 1,021 Sviss/Austurríki – Switzerland/Austria 230 2,20 0,974 USA/Kanada – USA/Canada 216 2,34 1,000 Benelux – Netherlands/Belgium/Luxembourg 104 2,34 0,938 Tékkland/Slóvakía/Pólland – Czech rep./Slovakia/Poland 102 2,65 1,241 Ítalía/Spánn – Italy/Spain 100 2,38 1,004 Bretland/Írland – Great Britain/Ireland 94 2,55 1,150 Norðurlönd – Nordic countries 88 2,08 0,954 Önnur lönd – Other countries 93 2,35 1,081 Ísl. bús. á höfuðborgarsvæði – Icelanders living in capital 222 1,74 0,999 t= -0,413 Ísl. bús. á landsbyggð – Icelanders living outside capital 81 1,80 1,051 p= 0,680 Bílaleigubíll – Rental car 701 2,31 0,974 F= 5,773 p< 0,001 Hópferðabíll – Bus 529 2,27 1,058 Eigin bíll – Private car 518 2,00 1,061 Reiðhjól – Bicycle 31 2,15 1,190 Gangandi – On foot 26 1,71 0,908 Mótorhjól/fjórhjól – Motorcycle/quad bike 24 1,83 0,917 Hestbak – Horseback 21 2,05 1,117 Styttri ganga en 1 klst. – Hike shorter than 1 hour 75 2,25 1,010 F= 1,545 p= 0,187 1:00–2:59 442 2,16 0,913 3:00–4:59 266 2,09 1,063 5:00–6:59 128 1,98 0,981 7 klst. löng ganga eða lengri – 7 hour hike or longer 192 2,00 1,012 Aldeyjarfoss 338 1,95 0,907 F= 33,829 p< 0,001 Hagavatn 94 1,87 0,992 Hólaskjól 442 2,06 1,003 Nýidalur 88 1,57 0,836 Skagafjörður 230 2,13 1,070 Seltún 751 2,64 0,984 Trölladyngja 132 1,78 0,914 Dagsgestir – Day visitors 871 2,23 1,008 t= 1,442 Næturgestir – Overnight visitors 1037 2,15 1,041 p= 0,150 Komið áður – Repeat visitors 367 1,80 0,943 t= -7,912 Ekki komið áður – First time visitors 1669 2,28 1,027 p< 0,001 Þjónustusinnar – Urbanists 255 2,69 1,028 F= 49,647 p< 0,001 Almennir ferðamenn – Neutralists 1034 2,29 0,989 Náttúrusinnar – Moderate purists 364 1,76 0,912 Eindregnir náttúrusinnar – Strong purists 53 1,52 0,886 Kom til að uppl. víðerni – Visiting to experience wilderness 1754 2,12 1,012 t= -6,375 Kom ekki til að uppl. víðerni – Not visiting to experience wilderness 130 2,78 1,038 p< 0,001 1. tafla.a Viðhorf ferðamanna til raflína á svæðinu, greint eftir hópum. Útreikningar byggðir á 5 stiga Likert-kvarða þar sem 1 = mjög óæskilegar, 2 = frekar óæskilegar, 3 = hvorki né, 4 = frekar æskilegar, 5 = mjög æski- legar. x=meðaltal, S=staðalfrávik. – The attitude of touists towards transmission lines in the area, analysed according to groups. – Evaluations based on the five point Likert scale where 1 = very inappropriate, 2 = inapp- ropriate, 3 = neutral, 4 = appropriate, 5 = very appropriate. x= mean, S=standard deviation. a Miðað er við tölfræðilega marktækan mun ef p<0,05.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.