Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 34
Náttúrufræðingurinn
34
og því er lengd hans í raun óþekkt.
Norðurhluti sprungusveimsins nær
alla leið á Melrakkasléttu (1. mynd).
Hrúthálsar, sem hafa einnig verið
skilgreindir sem megineldstöð, virð-
ast deila sprungusveimi með Öskju.
Sprungusveimur Öskju er öfl-
ugur og með mikinn sprungu-
þéttleika.9 Eldvirkni er algeng innan
hans, og til dæmis urðu eldgos í
Sveinagjá árið 1875 í gliðnunarat-
burðum í tengslum við eldsumbrot í
Öskju sjálfri.22 Við þá atburði mynd-
aðist ný askja í Öskju. Í þeirri öskju,
sem nú er um 250 metra djúp, er nú
Öskjuvatn.
Nýlega kom í ljós að Sveina- og
Randarhólagígaröðin (4. mynd)
myndaðist á sama tíma og ljósa
gjóskulagið Askja-S (Skolli), sem á
uppruna sinn í Öskju. Skolli fannst
milli gjalllaga við Randarhóla og
er því algerlega samtíða gígaröð-
inni. Því má ætla að bæði Skolli
og Sveina- og Randarhólagígaröðin
hafi myndast í sama gliðnunarat-
burðinum, sem átti sér stað fyrir
tæpum 11 þúsund árum, og tilheyri
því sama eldstöðvakerfi.43 Þetta
gefur til kynna að sprungusveimur
Öskju nái alla leið á Melrakkasléttu,
líkt og áður hefur verið bent á,18,44
þar sem sá sprungusveimur sem
Sveina- og Randarhólagígaröðin
fylgir nær alla leið þangað.43
Sprungusveimur Bárðarbungu
Eins og kunnugt er liggur Bárðar-
bunga undir jökli sem hylur megin-
eldstöðina og öskju hennar sem er
um 7–10 km í þvermál. Sprungu-
sveimur Bárðarbungu liggur bæði
til suðurs, og er þar hluti af Aust-
urgosbeltinu, en einnig til norðurs
og verður þar hluti af Norðurgos-
beltinu.
Norðurhluti sprungusveims
Bárðarbungu er tvískiptur, líkt og
sprungusveimur Kverkfjalla, og
tengist vestari greinin sprungu-
sveimi Fremrináma, en sú eystri
liggur nærri sprungusveimi Öskju.
Hugsanlegt er að Bárðarbunga
deili þessum sprungusveimum
með Fremrinámum og Öskju, og
að kvika geti þannig ýmist skot-
ist inn í sprungusveiminn frá þeim
eða Bárðarbungu. Slík samnýting
sprungusveima sást til að mynda
í gliðnunaratburði í Eþíópíu árið
2005, þar sem tvær megineldstöðvar
virtust veita kviku inn í sama sveim-
inn.45 Í öllu falli er óljóst hvar vest-
ari sprungusveimur Bárðarbungu
endar og hvar sprungusveimur
Fremrináma byrjar, en hugsan-
legt er að eystri sprungusveimur
Bárðarbungu liggi örlítið austan
sprungusveims Öskju.
Suðurhluti sprungusveims
Bárðar bungu er allt að 100 km langur
og nær að megineldstöð Torfajökuls
þar sem sprungusveimarnir virðast
ná saman.
Sprungusveimur Fremrináma
Sprungusveimur Fremrináma nær
nokkuð langt til norðurs, um 120
km. Eins og fyrr segir tengist hann
sprungusveimi Bárðarbungu til
suðurs, og er nokkuð erfitt að greina
hvar sprungusveimur Fremri-
náma endar og hvar sprungu-
sveimur Bárðarbungu byrjar. Á 1.
mynd eru skilin á milli þessara
tveggja sprungusveima sett þar sem
stefnubreyting verður á sprungu-
sveimunum; sprungusveimur
Bárðar bungu stefnir í norð-norð-
austur en sprungusveimur Fremri-
náma stefnir meira til norðurs. Þó
getur allt eins verið að skilin séu
í raun alls ekki til staðar, og að
þessar eldstöðvar samnýti sprungu-
sveimana eins og fyrr hefur verið
nefnt. Nyrst liggur sprungusveimur
Fremrináma með vesturströnd Mel-
rakkasléttu og er þar einungis fáeinir
kílómetrar að breidd (1. mynd).
Sprungusveimur Kröflu
Í sprungusveimi Kröflu liggja
ýmsar náttúruperlur sem til hafa
orðið vegna eldvirkni sveimsins.
Innan hans liggja til að mynda
Dimmuborgir, Hverfjall (Hverfell),
Hvannstóð og Gjástykki ásamt
Kröflu sjálfri. Sprungusveimurinn
nær um 45 km til suðurs og um 50
km til norðurs þar sem hann mætir
Grímseyjarbrotabeltinu í Öxarfirði.
Sprunguþéttleiki er mikill innan
sveimsins, og er Gjástykki til að
mynda einn besti staður sem hægt
er að finna á jörðinni til að sjá
sprungusveima. Eins og fyrr er
greint frá urðu gliðnunaratburðir
í sprungusveimi Kröflu á árunum
1975 til 1984. Á meðan á þeim
stóð urðu miklar sprunguhreyf-
ingar í sveimnum þegar kviku-
gangar fóru eftir honum. Þegar
kvikugangur náði hvað lengst til
norðurs, áramótin 1975–76 og árið
1978 fór þjóðvegur 85 í Kelduhverfi
ítrekað í sundur þegar sprungur
sem liggja undir honum gliðnuðu
og sigu. Gliðnunarhrinan sem gekk
yfir Kröflukerfið í Mývatnseldum
1724–1729 virðist hins vegar fyrst
og fremst hafa tengst gliðnun í
suðurhluta sprungusveimsins, í
Bjarnarflagi og milli Bláfjalls og
Sellandafjalls.
Sprungusveimur Þeistareykja
Sprungusveimur Þeistareykja
liggur í vesturhluta Norðurgos-
beltisins. Sprungusveimurinn nær
að minnsta kosti 40 km til norð-
urs frá megineldstöðinni Þeista-
reykjum, en um 30 km til suðurs
og endar í Mývatnssveit.14 Nyrst
tengist sprungusveimurinn Mánár-
eyjum, en þar gæti verið sér-
stakt goskerfi. Hugsanlega á eld-
stöðvakerfi Mánáreyja sinn eigin
sprungusveim og deilir honum með
Þeistareykjum. Í vesturhluta hans
má finna stór misgengi, í Lamba-
fjöllum og í austurhluta Tjörness (1.
mynd). Austurhluti hans sker ýmis
hraun frá nútíma, en syðsti hluti
sprungusveimsins liggur í sandi.
Þetta veldur því að ásýnd sprungna
innan sprungusveims Þeistareykja
er mismunandi. Athyglisvert er að
engar gossprungur frá nútíma finn-
ast innan sprungusveimsins.9 Á
þessu tímabili hafa einungis orðið
þar dyngjugos.
Sprungusveimur Þeistareykja
tengist við Húsavíkurmisgengin (1.
og 9. mynd).9,14 Á því svæði má
finna sprungur af ýmsum gerðum.
Þannig má bæði finna sniðgengi,
þar sem sprunguveggirnir hafa