Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 82

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 82
Náttúrufræðingurinn 82 Gunnarsson, dýravistfræðingur og Þóroddur F. Þóroddsson, jarðfræðingur. Mörður Árnason er prófarkales- ari og málfarsráðunautur tímaritsins. Rannveig Magnúsdóttir líf- fræðingur hætti í ritnefndinni á árinu eftir alllanga setu þar og er henni þakkað óeigingjarnt starf í þágu náttúrufræðinga. Jafnframt er Óskar Sindri Gíslason boðinn vel- kominn í nefndina. Nefndir Samstarfshópur frjálsra félagasam- taka á sviði umhverfismála á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þessi félög eru í hópnum: Félag um verndun hálendis, Fuglaverndarfélag Íslands, Hið íslenska náttúrufræðifélag, Landvernd Náttúruverndarfélag Suðvesturlands, Náttúruverndarsamtök Austur- lands – NAUST, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi – SUNN, Samtök útivistarfélaga – SAMÚT, Skógræktarfélag Íslands, Sól í Hvalfirði, Umhverfisverndarsamtök Íslands. Árni Hjartarson er fulltrúi HÍN en Hólmfríður Sigurðardóttir hjá Fuglavernd er talsmaður og tengiliður hópsins við ráðuneytið. Hópurinn hefur verið beðinn um til- nefningar í nefndir og ráð og fleira smálegt. Hópurinn á fulltrúa í nokkrum nefndum á vegum umhverf- is- og auðlindaráðuneytis. Þetta eru Ráðgjafarnefnd hagsmunað- ila um stjórn vatnamála, Stjórn og svæðisráð Vatnajökuls þjóðgarðs, Ráðgjafarnefnd um stefnumark- andi landsáætlun til 12 ára um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsöguleg- um minjum, úthlutunarnefnd Kuðungsins, umhverfisviðurkenn- ingar umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins, Samráðsnefnd um sjálf- bærar veiðar, svo eitthvað sé talið. Nýr umhverfis- og auðlindaráð- herra, Björt Ólafsdóttir, hefur þegar kallað hópinn saman til skrafs og ráðagerða. Fundað var í umhverfis- ráðuneytinu. Þar kom saman all- fjölmennur hópur frá umhverfis- samtökunum og úr ráðuneytinu. Ráðherra fór yfir stefnumið sín, viðhorf og áherslur. Fulltrúar sam- takanna sögðu frá sínum baráttu- málum og komu ýmsum málum á framfæri. Fulltrúi HÍN greindi frá starfsemi félagsins og lagði áherslu á málefni Náttúrufræðistofnunar, og ekki síður Náttúruminjasafnsins. Almenn ánægja ríkti með þennan fund og það virtist samdóma álit manna að hann væri til vitnis um góða byrjun á ráðherraferli Bjartar Ólafsdóttur. Málefni Náttúru- minjasafns Barátta HÍN fyrir hagsmunum Náttúruminjasafns Íslands hefur haldið áfram en lítið hefur þokast á undanförnum árum. Stuðningur menntamálaráðuneytisins við þessa stofnun sína hefur verið tilfinn- anlega lítill. Þrátt fyrir það hefur ýmislegt gerst á árinu sem kann að marka ákveðin tímamót. Skömmu fyrir þingkosningarnar í október samþykkti Alþingi þings- ályktun vegna 100 ára fullveldis- afmælis Íslands árið 2018. Í álykt- uninni er að finna málsgrein um Náttúruminjasafnið þar sem segir að Alþingi feli ríkisstjórninni „að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyr- ir uppbyggingu Náttúruminjasafns“. Í greinargerð með ályktuninni segir að auki: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“ Að ályktuninni stóðu forsvars- menn allra flokkanna fimm sem sæti áttu á Alþingi síðasta kjörtímabil og var ályktunin samþykkt samhljóða. Standi Alþingi við orð sín og gerðir næsta vor verður Náttúruminjasafni Íslands loksins gert kleift að hefja uppbyggingu til frambúðar og rækja það fræðslu- og menntunarhlutverk sem því er ætlað í samræmi við lög. Í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi er einnig jákvæð teikn að sjá því fjár- heimildir safnsins hækka um nær 50% miðað við fyrri ár. Þær fara úr um 25 m.kr. á ári eins og verið hefur að jafnaði sl. tíu ár og upp í tæpar 39 m.kr. Þetta er að vísu lág upphæð miðað við fjárveitingar til hinna höfuðsafnanna tveggja, sem fá á næsta ári 10–20 sinnum meira fé en Náttúruminjasafnið. Auk þessa ber að nefna tilboð sem Perla norðursins hefur kynnt menntamálaráðherra þar sem Náttúruminjasafninu er boðið form- legt samstarf. Í því felst að safnið fái eina hæð í Perlunni endurgjalds- laust undir sýningu á eigin veg- um. Perla Norðursins hyggst standa straum af rekstrarkostnaði sem Náttúruminjasafnið hefði af sýn- ingarhaldinu, þ.e. húsaleigu, laun- um starfsfólks, hita og rafmagni. Kostnaður ríkisins vegna verkefn- isins væri bundinn við uppsetningu á sýningu Náttúruminjasafnsins og viðhald hennar. HÍN sendi af þessu tilefni frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagið telji þetta gott til- boð og öllum í hag, ríki og borg, Perlu norðursins, Náttúruminjasafninu og ekki síst almenningi og gest- um í landinu. Þótt þetta fyrirkomu- lag sé ekki í samræmi við samn- ing menntamálaráðuneytis og HÍN frá 16. júní 1947, þar sem ráðu- neytið tók fyrir hönd ríkisins við safnmunum Náttúrugripasafnsins gamla, með fyrirheitum um sýn- ingaraðstöðu og fleira, telur félag- ið að þetta sé skref í rétta átt. Mikilvægi Náttúruminjasafnsins sem fræðslu- og menntastofnun- ar er það mikið að ekki má láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga. HÍN hvetur því menntamálaráð- herra eindregið til að ganga að þessu góða tilboði og greiða þannig leið Náttúruminjasafnsins til sýn- ingarhalds og þeirra umsvifa sem lög gera ráð fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.