Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 9
9 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Viðhorf ferðamanna til raflína á hálendinu er neikvæðara en viðhorf þeirra til raflína á láglendi. Þetta á við um viðhorf allra hópa að undan- skildum Íslendingum sem búa á landsbyggðinni en hjá þeim var ekki marktækur munur á viðhorfi til raf- lína á hálendi og láglendi (2. tafla). Marktækur munur var á viðhorfi til raflína á láglendi milli eftirtalinna hópa: Íslendingar sem búa á lands- byggðinni eru neikvæðari gagnvart þeim en íbúar höfuðborgarsvæð- isins. Þjóðverjar eru jákvæðari en flestar aðrar þjóðir. Svisslendingar- Austurríkismenn og Bretar-Írar eru einnig jákvæðari en Íslendingar og Frakkar. Viðhorf svarenda við Hólaskjól og í Skagafirði er nei- kvæðara í garð raflína á láglendi en við Seltún og Hagavatn. Þjónustusinnar og almennir ferða- menn eru jákvæðari gagnvart þeim en náttúrusinnar og eindregn- ir náttúrusinnar. Dagsgestir eru neikvæðari gagnvart raflínum á láglendi en þeir sem gista á svæðun- um. Þeir sem hafa komið á svæðin áður eru neikvæðari en þeir sem eru í sinni fyrstu heimsókn. Þeir sem koma á svæðin til að upplifa víðerni eru neikvæðari gagnvart raflínum á láglendi en þeir sem ekki koma til að upplifa víðerni. Marktækur munur var á viðhorfi til raflína á hálendinu milli eftir- farandi hópa: Viðhorf karla er nei- kvæðara en kvenna. Fólk á aldr- inum 35–44 ára og 55–64 ára eru neikvæðari en þeir sem eru yngri en 25 ára. Íslendingar eru neikvæðari gagnvart raflínum á hálendinu en Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Frakkar eru einnig neikvæðari en Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Marktækur munur er eftir ferðamáta. Neikvæðastir í garð raflína á hálendinu eru þeir sem eru gangandi, á reiðhjóli, á mótorhjóli/ fjórhjóli eða á hestbaki en vegna þess hversu fámennir þeir hópar eru er ekki hægt að sýna fram á mun milli einstakra hópa. Þeir sem ganga um svæðin lengur en þrjár klukku- stundir eru neikvæðari gagnvart raflínum á hálendinu en þeir sem ganga skemur en klukkustund. Ferðamenn við Seltún eru mun jákvæðari í garð raflína á hálendinu en svarendur á öllum hinum stöðun- um. Þjónustusinnar eru jákvæðari en aðrir hópar viðhorfskvarðans og almennir ferðamenn eru einnig jákvæðari en náttúrusinnar og ein- dregnir náttúrusinnar. Dagsgestir hafa neikvæðara viðhorf til raflína á hálendinu en þeir sem gista á svæðunum. Þeir sem hafa komið á svæðin áður eru neikvæðari en þeir sem eru í fyrstu heimsókn sinni. Þeir sem koma á svæðin til að upp- lifa víðerni eru neikvæðari gagnvart raflínum á hálendinu en þeir sem ekki koma til að upplifa víðerni. Raflínur frá fyrirhuguðum virkj- unum á rannsóknarsvæðunum sjö myndu hafa neikvæð áhrif á áhuga 62,9–85,9% ferðamanna á að ferðast um þau (5. mynd). Raflínur frá jarðvarmavirkjun á Trölladyngjusvæðinu, Skrokköldu- og Hágönguvirkjunum nálægt Nýjadal og Hrafnabjarga- og Fljótshnjúksvirkjunum í nágrenni við Aldeyjarfoss myndu hafa neikvæðust áhrif á ferðamenn. Jarðvarmavirkjun við Austurengjar, nálægt Seltúni, þótti síst hafa nei- kvæð áhrif á áhuga ferðamanna á að ferðast um svæðið en um þriðjung- ur telur að raflínurnar hefðu engin áhrif. Um 63% telja hins vegar að raflínur frá virkjuninni hefðu nei- kvæð áhrif á áhuga sinn á að koma á svæðið. Einnig var spurt hvað mætti vera til staðar af ummerkjum um mannvist án þess að hugtakið víð- erni og/eða óröskuð náttúra glat- aði merkingu sinni. Hægt var að merkja við fleiri en eitt atriði. Um fjórðungur er þeirrar skoðunar að engin mannvirki megi vera til stað- ar. Þau ummerki sem helst þykja mega vera til staðar eru stígar eftir göngumenn og sauðfé og fjallaskál- ar og mörgum þykja göngustígar og vegslóðar, girðingar og vegir í lagi. Virkjunarmannvirki þykja almennt spilla víðernum en miðlunarlón þó síst. Færri eru þeirrar skoðunar að vindmyllur, raflínur, fjarskipta- möstur og virkjanir geti verið til staðar án þess að það spilli víðern- ishugmyndinni. Um 7,7% svarenda telja að raflínur geti verið til staðar á víðernum (6. mynd). Þegar athugað er þjóðerni svar- enda sést að þeir sem helst töldu raflínur geta verið til staðar á víð- ernum án þess að spilla þeim voru Íslendingar (11,0%), Ítalir-Spánverjar (8,7%) og Norðurlandabúar (8,2%) en íbúar Benelúx-ríkjanna (4,9%), Bandaríkjamenn-Kanadamenn (5,9%) og Tékkar-Slóvakar-Pólverjar (5,9%) töldu þær síst geta verið til staðar á víðernum. Hlutfall ferða- manna sem telja raflínur geta verið til staðar án þess að spilla víðern- Mjög óæskilegt Very inappropriate Mjög æskilegt Very appropriate 4. mynd. Æskileg og óæskileg mannvirki að mati ferðamanna. – Appropriate and inapp- ropriate infrastructure according to tourists. Fjallaskálar – Mountain huts Salerni – Toilets Tjalstæði – Campsites Óuppbyggðir malarvegir – Gravel roads Uppbyggðir malarvegir – Built-up gravel roads Akbrýr yfir vatnsföll – Bridges across rivers Heilsársvegur – Roads passable year round Vegir með bundnu slitlagi – Asphalt roads Gestastofa – Visitor centre Matsala – Cooked food for sale Jarðvarmavirkjanir – Geothermal power plants Bensínstöðvar – Gas stations Uppistöðulón – Reservoirs Verslanir/veitingastaðir – Shops/restaurants Vatnsaflsvirkjanir – Hydro power plants Vindmyllur – Wind turbines Fjarskiptamöstur – Radio masts Raflínur – Transmission lines Hótel – Hotels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.