Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 9
9 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Viðhorf ferðamanna til raflína á hálendinu er neikvæðara en viðhorf þeirra til raflína á láglendi. Þetta á við um viðhorf allra hópa að undan- skildum Íslendingum sem búa á landsbyggðinni en hjá þeim var ekki marktækur munur á viðhorfi til raf- lína á hálendi og láglendi (2. tafla). Marktækur munur var á viðhorfi til raflína á láglendi milli eftirtalinna hópa: Íslendingar sem búa á lands- byggðinni eru neikvæðari gagnvart þeim en íbúar höfuðborgarsvæð- isins. Þjóðverjar eru jákvæðari en flestar aðrar þjóðir. Svisslendingar- Austurríkismenn og Bretar-Írar eru einnig jákvæðari en Íslendingar og Frakkar. Viðhorf svarenda við Hólaskjól og í Skagafirði er nei- kvæðara í garð raflína á láglendi en við Seltún og Hagavatn. Þjónustusinnar og almennir ferða- menn eru jákvæðari gagnvart þeim en náttúrusinnar og eindregn- ir náttúrusinnar. Dagsgestir eru neikvæðari gagnvart raflínum á láglendi en þeir sem gista á svæðun- um. Þeir sem hafa komið á svæðin áður eru neikvæðari en þeir sem eru í sinni fyrstu heimsókn. Þeir sem koma á svæðin til að upplifa víðerni eru neikvæðari gagnvart raflínum á láglendi en þeir sem ekki koma til að upplifa víðerni. Marktækur munur var á viðhorfi til raflína á hálendinu milli eftir- farandi hópa: Viðhorf karla er nei- kvæðara en kvenna. Fólk á aldr- inum 35–44 ára og 55–64 ára eru neikvæðari en þeir sem eru yngri en 25 ára. Íslendingar eru neikvæðari gagnvart raflínum á hálendinu en Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Frakkar eru einnig neikvæðari en Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Marktækur munur er eftir ferðamáta. Neikvæðastir í garð raflína á hálendinu eru þeir sem eru gangandi, á reiðhjóli, á mótorhjóli/ fjórhjóli eða á hestbaki en vegna þess hversu fámennir þeir hópar eru er ekki hægt að sýna fram á mun milli einstakra hópa. Þeir sem ganga um svæðin lengur en þrjár klukku- stundir eru neikvæðari gagnvart raflínum á hálendinu en þeir sem ganga skemur en klukkustund. Ferðamenn við Seltún eru mun jákvæðari í garð raflína á hálendinu en svarendur á öllum hinum stöðun- um. Þjónustusinnar eru jákvæðari en aðrir hópar viðhorfskvarðans og almennir ferðamenn eru einnig jákvæðari en náttúrusinnar og ein- dregnir náttúrusinnar. Dagsgestir hafa neikvæðara viðhorf til raflína á hálendinu en þeir sem gista á svæðunum. Þeir sem hafa komið á svæðin áður eru neikvæðari en þeir sem eru í fyrstu heimsókn sinni. Þeir sem koma á svæðin til að upp- lifa víðerni eru neikvæðari gagnvart raflínum á hálendinu en þeir sem ekki koma til að upplifa víðerni. Raflínur frá fyrirhuguðum virkj- unum á rannsóknarsvæðunum sjö myndu hafa neikvæð áhrif á áhuga 62,9–85,9% ferðamanna á að ferðast um þau (5. mynd). Raflínur frá jarðvarmavirkjun á Trölladyngjusvæðinu, Skrokköldu- og Hágönguvirkjunum nálægt Nýjadal og Hrafnabjarga- og Fljótshnjúksvirkjunum í nágrenni við Aldeyjarfoss myndu hafa neikvæðust áhrif á ferðamenn. Jarðvarmavirkjun við Austurengjar, nálægt Seltúni, þótti síst hafa nei- kvæð áhrif á áhuga ferðamanna á að ferðast um svæðið en um þriðjung- ur telur að raflínurnar hefðu engin áhrif. Um 63% telja hins vegar að raflínur frá virkjuninni hefðu nei- kvæð áhrif á áhuga sinn á að koma á svæðið. Einnig var spurt hvað mætti vera til staðar af ummerkjum um mannvist án þess að hugtakið víð- erni og/eða óröskuð náttúra glat- aði merkingu sinni. Hægt var að merkja við fleiri en eitt atriði. Um fjórðungur er þeirrar skoðunar að engin mannvirki megi vera til stað- ar. Þau ummerki sem helst þykja mega vera til staðar eru stígar eftir göngumenn og sauðfé og fjallaskál- ar og mörgum þykja göngustígar og vegslóðar, girðingar og vegir í lagi. Virkjunarmannvirki þykja almennt spilla víðernum en miðlunarlón þó síst. Færri eru þeirrar skoðunar að vindmyllur, raflínur, fjarskipta- möstur og virkjanir geti verið til staðar án þess að það spilli víðern- ishugmyndinni. Um 7,7% svarenda telja að raflínur geti verið til staðar á víðernum (6. mynd). Þegar athugað er þjóðerni svar- enda sést að þeir sem helst töldu raflínur geta verið til staðar á víð- ernum án þess að spilla þeim voru Íslendingar (11,0%), Ítalir-Spánverjar (8,7%) og Norðurlandabúar (8,2%) en íbúar Benelúx-ríkjanna (4,9%), Bandaríkjamenn-Kanadamenn (5,9%) og Tékkar-Slóvakar-Pólverjar (5,9%) töldu þær síst geta verið til staðar á víðernum. Hlutfall ferða- manna sem telja raflínur geta verið til staðar án þess að spilla víðern- Mjög óæskilegt Very inappropriate Mjög æskilegt Very appropriate 4. mynd. Æskileg og óæskileg mannvirki að mati ferðamanna. – Appropriate and inapp- ropriate infrastructure according to tourists. Fjallaskálar – Mountain huts Salerni – Toilets Tjalstæði – Campsites Óuppbyggðir malarvegir – Gravel roads Uppbyggðir malarvegir – Built-up gravel roads Akbrýr yfir vatnsföll – Bridges across rivers Heilsársvegur – Roads passable year round Vegir með bundnu slitlagi – Asphalt roads Gestastofa – Visitor centre Matsala – Cooked food for sale Jarðvarmavirkjanir – Geothermal power plants Bensínstöðvar – Gas stations Uppistöðulón – Reservoirs Verslanir/veitingastaðir – Shops/restaurants Vatnsaflsvirkjanir – Hydro power plants Vindmyllur – Wind turbines Fjarskiptamöstur – Radio masts Raflínur – Transmission lines Hótel – Hotels

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.