Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn 16 INNGANGUR Ískóð (1. mynd) er útbreitt umhverfis norðurheimskautið og jafnframt sú fisktegund sem hefur veiðst hvað nyrst í Norður-Íshafinu. Sunnan Íshafsins Atlantshafsmegin nær meginútbreiðslusvæði ískóðs suður til Noregs, inn í Hvítahaf og í Barentshaf, umhverfis Svalbarða, að norðurströnd Íslands og fyrir suðurodda Grænlands (2. mynd).1,2 Í bókinni um Fiskana lýsir Bjarni Sæmundsson ískóði ýtarlega í fyrsta sinn á íslensku og er sú lýsing sem hér segir (1. mynd): Þetta er lítill fiskur, sem er tíðast 20–30 cm, en getur (við Grænland) orðið 36 cm langur; hann er svip- aður þyrsklingi í vexti, nema hvað stirtlan er miklu mjórri, einkum spyrðustæðið, og nærri sívalur; hann er gildur að framan (h = 1/6 l) og höfuðstór, greinilega yfir- myntur og munnurinn miðlungsstór, með smáar tennur í tveimur röðum og örlítill skeggþráður á hökunni. Augun eru í stærra lagi. Bolurinn er styttri en höfuðið, en stirtlan all- löng og mjög afturmjó. Uggarnir eru svipaðir og á þorski, en verulegt bil milli stöku ugganna og sporðurinn djúpsýldur. Hreistrið er mjög smátt og ekki skarað (nær aðeins saman á röndunum). Rákin er hátt uppi á bolnum, en beygir svo niður á miðja hlið stirtlunnar. Liturinn er móleitur að ofan, silfurgljáandi að neðan, uggar allir blásvartir.3 Höfundar síðari yfirlitsrita um íslenska fiska hafa tekið mið af þessari lýsingu.4,5 Fullorðið ískóð heldur sig aðal- lega við botn og er þá oft í þétt- um torfum en stundum finnst það einnig við yfirborð. Lirfur og seiði halda sig aðallega við hafísjaðarinn í efri lögum sjávar.6 Ískóðið lifir á dýrasvifi en þar sem það er ekki með tálknatinda er aðalfæðan oftast hinar stærri tegundir dýrasvifs.7,8 Sjálft er ískóðið mikilvæg fæða annarra sjávardýra í Norðurhöfum, svo sem stærri fiska, sela, hvala og sjófugla, og er því mikilvægur hlekkur í fæðutengslum.9,10,11 Ískóð er harðgert og getur þolað sjávarkulda allt niður að frostmarki sjávar (–1,8°C) og er það vegna „frostvarnarpróteina“ sem er að finna í blóði þess. Þar er um að ræða flokk fjölpeptíða sem geta bund- ist við ískristalla í blóði þegar þeir taka að myndast og hindra þannig frekari kristallamyndun sem myndi leiða til dauða.12,13 Meginhrygningarsvæði ískóðs í Norðurhöfum eru talin vera í suð- austanverðu Barentshafi og austur af Svalbarða.14,15 Hrygningin á sér stað undir hafísnum að vetri til. Það tekur eggin um 45–90 daga að klekjast en þegar komið er fram á sumar og haust eru lirf- ur aðallega dreifðar um austur- og norðurhluta Barentshafs og einnig svæðið umhverfis Svalbarða. Kynþroskahluti stofnsins sæk- ir einkum á fæðuslóðir norðan og austan við straumaskil hlý- og kald- sjávar (þ.e. svokallaðan pólfront) í Barentshafinu.14,15 Frá því um 1985 hafa verið gerð- ar bergmálsmælingar á stofnstærð ískóðs í Barentshafi. Seinustu 20 ár hefur stofninn oftast mælst um 1 milljón tonna en stærstur var hann tæpar 2 milljónir tonna árin 2001, 2005 og 2006. Ársafli ískóðs í Barentshafi hefur mestur verið 250– 350 þúsund tonn um 1970 en féll ört eftir það. Seinustu 20 ár hefur aflinn verið um 30 þúsund tonn á ári og hafa Rússar aðallega stundað þær veiðar.14,15 Lítið er vitað um lífshætti ískóðs við Ísland umfram einstaka fundarstaði. Fullorðið ískóð hef- ur veiðst undan Bjargtöngum og síðan réttsælis umhverfis landið að Ingólfshöfða.3,4,5 Danski fiski- fræðingurinn Johannes Schmidt greindi frá ískóðsseiðum á einni stöð í Húnaflóa þegar hann rann- sakaði fiskseiði við Ísland í upphafi 20. aldar.16 Í þessari grein hafa tiltæk gögn úr stofnmælingum17,18 og frá seiðarann- sóknum19 Hafrannsóknastofnunar verið nýtt til þess að afla aukinnar þekkingar um ískóð í hafinu við Ísland. Ískóð er ein af örfáum hánor- rænum fisktegundum við Ísland. Norðan við landið eru suðurmörk útbreiðslusvæðis þess í norðaust- anverðu Norður-Atlantshafi. Í ljósi hlýnunar sjávar hér við land á undanförunum árum og breytinga tengdra þeim – svo sem að suð- rænar fisktegundir hafa leitað norð- ur á bóginn og aukið útbreiðslu sína20–25 – er sérstaklega áhugavert að rannsaka viðbrögð hánorrænnar tegundar eins og ískóðs við hlýn- andi umhverfi. GÖGN OG AÐFERÐIR Gögn frá árlegum stofnmælingum Hafrannsóknastofnunar í mars á 2. mynd. Meginútbreiðslusvæði ískóðs. Endurteiknað eftir ACIA4 og birt í Fiskifréttum 19. nóvember 2015. – The main distribution area of polar cod. Redrawn from ACIA4 and publ- ished in Fiskifréttir 19 Novem- ber 2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.