Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 81

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 81
81 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræði- félags fyrir árið 2016 Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 81–84, 2017 Fundir stjórnar Síðasti aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags var haldinn í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins fyrir réttu ári, þann 27. febrúar 2016. Kjörtímabil fjögurra stjórn- armanna rann út á aðalfundinum. Þetta voru Árni Hjartarson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Jóhann Þórsson og Kristján Jónasson. Kristján Jón- asson, gjaldkeri HÍN, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var kosinn nýr stjórnarmaður, Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins skipti stjórnin með sér verkum, öðrum en formannsstarfinu en á aðalfundi er formaður kosinn sér- staklega, lögum samkvæmt. Hlut- verkaskipan breyttist ekki frá síð- asta ári að öðru leyti en því að Ester Rut tók við gjaldkerastarfinu af Kristjáni. Stjórnin er því þannig skipuð: Árni Hjartason formaður, Hafdís Hanna Ægisdóttir varafor- maður, Ester Ýr Jónsdóttir ritari, Ester Rut Unnsteinsdóttir gjaldkeri, Bryndís Marteinsdóttir fræðslustjóri, Jóhann Þórsson félagsvörður og Hilmar J. Malmquist meðstjórnandi. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn haldið níu venjubundna stjórn- arfundi. Fundirnir voru haldnir í húsnæði Náttúru minja safns Íslands í Loftskeytastöðinni gömlu á Melunum. Félagsmenn Félagsmönnum heldur áfram að fækka þótt ekki sé það stórfellt, voru 1184 í árslok 2016. Það er fækkun um 6 frá fyrra ári, 30 nýir bættust í hópinn en 36 hættu – þar af létust 13. Félagatalið hefur verið að sveiflast í kring um 1200 allt frá aldamótum. Ljóst er að fara þarf í kröftugt átak til að laða fólk að félaginu og fá það til inngöngu. Fræðsluerindin Fræðslufundir félagsins voru haldnir í stofu 132 í Öskju að undan- skildum fyrsta fundi starfsársins sem haldinn var á undan aðalfund- inum í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir sjö fundir. Aðsókn á þessa fundi hefur farið dvínandi og þörf er á átaki til að snúa þeirri þróun við. Í ár voru fundargestir 237 (270 í fyrra, 362 í hittifyrra). Eft- irfarandi erindi voru haldin: 27. febrúar 2016. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri: Þjóðargjöfin 1974–1979: greiddum við skuldina við landið? 21. mars. Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur: Áhrif búsvæða á einstaklinga og lýðfræði farfugla. 25. apríl. Edda Elísabet Magnúsdóttir, líffræðingur: Söngvar hnúfubaks- ins á norðurslóðum: Ný innsýn inn í viðveru og athafnir stórhvelis við Íslandsstrendur. 26. september. Hrönn Egilsdóttir, líffræðingur: Súrnun sjávar frá fjöru niður í djúpsævi. 31. október. Árni Hjartarson, Anett Blischke, Skúli Víkingsson og Ögmundur Erlendsson, jarð- fræðingar: Hafsbotnsjarðfræði og kortlagning íslenska landgrunnsins. 28. nóvember. Viðar Hreinsson, bók menntafræðingur: Náttúru- fræðingurinn Jón lærði? 30. janúar 2017. Olga Kolbrún Vilmundardóttir, landfræðing- ur: Þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni skoðuð með vettvangsathugunum og fjarkönnunargögnum. Náttúrufræðingurinn Frá síðasta aðalfundi hafa komið út tvö tvöföld hefti af Náttúru- fræðingnum – þ.e. 1.–2. og 3.–4. hefti 86. árgangs. Álfheiður Inga- dóttir líffræðingur er ritstjóri og endurnýjaði ritstjórasamning sinn í árslok 2016. Í ritstjórn Náttúrufræðingsins sitja nú: Droplaug Ólafsdóttir, líffræðing- ur, formaður; Esther Ruth Guðmundsdóttir, jarðfræðing- ur; Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur, fulltr. stjórn- ar HÍN; Hlynur Óskarsson, vist- fræðingur; Óskar Sindri Gíslason, sjávarlíffræðingur; Tómas Grétar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.