Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 81
81
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Skýrsla stjórnar
Hins íslenska náttúrufræði-
félags fyrir árið 2016
Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 81–84, 2017
Fundir stjórnar
Síðasti aðalfundur Hins íslenska
náttúrufræðifélags var haldinn í
ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins
fyrir réttu ári, þann 27. febrúar
2016. Kjörtímabil fjögurra stjórn-
armanna rann út á aðalfundinum.
Þetta voru Árni Hjartarson, Hafdís
Hanna Ægisdóttir, Jóhann Þórsson
og Kristján Jónasson. Kristján Jón-
asson, gjaldkeri HÍN, gaf ekki kost
á sér til endurkjörs. Í hans stað var
kosinn nýr stjórnarmaður, Ester
Rut Unnsteinsdóttir, dýrafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins
skipti stjórnin með sér verkum,
öðrum en formannsstarfinu en á
aðalfundi er formaður kosinn sér-
staklega, lögum samkvæmt. Hlut-
verkaskipan breyttist ekki frá síð-
asta ári að öðru leyti en því að
Ester Rut tók við gjaldkerastarfinu
af Kristjáni. Stjórnin er því þannig
skipuð: Árni Hjartason formaður,
Hafdís Hanna Ægisdóttir varafor-
maður, Ester Ýr Jónsdóttir ritari,
Ester Rut Unnsteinsdóttir gjaldkeri,
Bryndís Marteinsdóttir fræðslustjóri,
Jóhann Þórsson félagsvörður og
Hilmar J. Malmquist meðstjórnandi.
Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn
haldið níu venjubundna stjórn-
arfundi. Fundirnir voru haldnir í
húsnæði Náttúru minja safns Íslands
í Loftskeytastöðinni gömlu á
Melunum.
Félagsmenn
Félagsmönnum heldur áfram að
fækka þótt ekki sé það stórfellt,
voru 1184 í árslok 2016. Það er
fækkun um 6 frá fyrra ári, 30 nýir
bættust í hópinn en 36 hættu – þar
af létust 13. Félagatalið hefur verið
að sveiflast í kring um 1200 allt frá
aldamótum. Ljóst er að fara þarf
í kröftugt átak til að laða fólk að
félaginu og fá það til inngöngu.
Fræðsluerindin
Fræðslufundir félagsins voru
haldnir í stofu 132 í Öskju að undan-
skildum fyrsta fundi starfsársins
sem haldinn var á undan aðalfund-
inum í ráðstefnusal Þjóðminjasafns
Íslands. Frá síðasta aðalfundi hafa
verið haldnir sjö fundir. Aðsókn á
þessa fundi hefur farið dvínandi
og þörf er á átaki til að snúa þeirri
þróun við. Í ár voru fundargestir
237 (270 í fyrra, 362 í hittifyrra). Eft-
irfarandi erindi voru haldin:
27. febrúar 2016. Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri: Þjóðargjöfin
1974–1979: greiddum við skuldina
við landið?
21. mars. Tómas Grétar Gunnarsson,
vistfræðingur: Áhrif búsvæða á
einstaklinga og lýðfræði farfugla.
25. apríl. Edda Elísabet Magnúsdóttir,
líffræðingur: Söngvar hnúfubaks-
ins á norðurslóðum: Ný innsýn inn
í viðveru og athafnir stórhvelis við
Íslandsstrendur.
26. september. Hrönn Egilsdóttir,
líffræðingur: Súrnun sjávar frá
fjöru niður í djúpsævi.
31. október. Árni Hjartarson, Anett
Blischke, Skúli Víkingsson og
Ögmundur Erlendsson, jarð-
fræðingar: Hafsbotnsjarðfræði og
kortlagning íslenska landgrunnsins.
28. nóvember. Viðar Hreinsson,
bók menntafræðingur: Náttúru-
fræðingurinn Jón lærði?
30. janúar 2017. Olga Kolbrún
Vilmundardóttir, landfræðing-
ur: Þróun gróðursamfélaga í
Hekluhraunum og nágrenni skoðuð
með vettvangsathugunum og
fjarkönnunargögnum.
Náttúrufræðingurinn
Frá síðasta aðalfundi hafa komið
út tvö tvöföld hefti af Náttúru-
fræðingnum – þ.e. 1.–2. og 3.–4.
hefti 86. árgangs. Álfheiður Inga-
dóttir líffræðingur er ritstjóri og
endurnýjaði ritstjórasamning sinn í
árslok 2016.
Í ritstjórn Náttúrufræðingsins
sitja nú:
Droplaug Ólafsdóttir, líffræðing-
ur, formaður; Esther Ruth
Guðmundsdóttir, jarðfræðing-
ur; Hafdís Hanna Ægisdóttir,
plöntuvistfræðingur, fulltr. stjórn-
ar HÍN; Hlynur Óskarsson, vist-
fræðingur; Óskar Sindri Gíslason,
sjávarlíffræðingur; Tómas Grétar