Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 37
37 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sveimi Kröflu, en óljós yfirborðs- ummerki um Húsavíkurmisgengin hafa fundist í þeim sprungusveimi.6 Sömuleiðis má finna sprungur með vest-norðvestlæga stefnu í Öxarfirði, í beinu framhaldi af Gríms- eyjarbrotabeltinu.9 Þetta bendir til þess að Grímseyjar brotabeltið nái á land, þó að sprungurnar á landi hafi ekki hreyfst mikið á nútíma. ÁHRIF LANDSLAGS Á SPRUNGUSVEIM Yfirleitt hefur verið gert ráð fyrir því að stefna ganga í jarðskorpunni ráðist af spennusviði, bæði því sem skapast vegna flekahreyfinga og því sem þrýstingsbreytingar í kviku- hólfi valda.48,49 Á seinustu árum hefur komið æ betur í ljós að lands- lag hefur einnig áhrif á það hvaða stefnu kvikugangar taka þegar þeir brjótast út úr kvikuhólfum. Gossprungur í hlíðum Eyjafjalla- jökuls virðast til dæmis ekki fylgja stefnum í samræmi við þrýsting í kvikuhólfi eða tektónískar spennur heldur fylgja lögun eldfjallsins.50 Hraunskildir innan gosbelta Íslands virðast einnig megna að draga veru- lega úr sprungumyndun þar sem sprungusveimar skera þá,4 jafnvel stöðva framgang sveimsins. Dæmi má sjá í hlíðum Skjaldbreiðar, Koll- óttudyngju og fleiri slíkra fjalla. Sýnt hefur verið fram á að kviku- gangurinn sem breiddist út frá Bárðarbungu í ágúst 2014 fór að verulegu leyti eftir landslagi á leið sinni út úr öskjunni og norður í Holuhraun. Hann beygði tvisvar á leiðinni og hikaði nokkrum sinnum í framgangi sínum í samræmi við landslag.34,51 KVIKUVIRKNI INNAN SPRUNGUSVEIMS Flestar sprungur innan Norður- gosbeltisins virðast myndast vegna kvikuinnskota í jarðskorpunni. Sumar þeirra myndast þó vegna hreyfinga sem tengjast þverbrota- beltunum. Með aðferðum þeim sem hér er lýst hafa sprungusveim- arnir verið kortlagðir með meiri nákvæmni en áður. Það getur komið sér vel þegar gliðnunarat- burðir verða í framtíðinni og meta þarf hvar líklegt er að kvikan brjóti sér leið í jarðskorpunni með til- heyrandi sprunguhreyfingum og eldgosahættu á yfirborði jarðar. Á undanförnum áratugum má segja að bylting hafi orðið í þekk- ingu manna á sprungusveimum og myndun þeirra. Þannig hafa gervitunglamyndir, jarðskjálftamæl- ingar, loftmyndir, hallamælingar og nákvæmar GPS-landmælingar orðið til þess ásamt betri kort- lagningu og aldurs- og efnagrein- ingu hrauna að ferlin við myndun sprungusveima hafa skýrst til muna. Í þessari þróun skiptu gliðnunarat- burðir í Eþíópíu árin 2005–2010 og í Bárðarbungu árið 2014 miklu máli, og hafa ratsjármyndir verið notaðar með góðum árangri til að sýna hvernig sprungusveimarnir hreyfðust í þeim umbrotum.34,45,52 Hver nýr gliðnunaratburður hefur því skilað aukinni þekkingu á því hvernig sprungusveimar myndast. Enn er óljóst hvort gliðnunarhrinu Bárðarbungu er lokið. Vera kann að á næstu árum bæti Bárðarbunga við reynslu okkar af gliðnunar- atburðum og áhrifum þeirra á sprungusveima. English Summary Fissure swarms in the Northern Volcanic Zone and the Bárðar- bunga 2014 rifting event. The Bárðarbunga rifting event in 2014– 2015 and eruptions related to this event clearly showed how central volcanoes and fissure swarms become activated. Such rifting events are rare, and are mostly seen in Iceland and in East Africa, the only places on Earth where diver- gent plate spreading is occurring on land. Fissure swarms, like those seen at Þingvellir or at Gjástykki, are formed and activated during such events. Fissure swarms are elongated areas where fracture density is high. They are often connected with a central volcano. Fissure swarms are thought to form when dikes are injected into a shallow crust, causing it to extend and form and activate surface fractures. The fractures are often a part of a graben which is sub- siding and widening when the dike propagates beneath it. Sometimes the dikes extend to the surface, forming fis- sure eruptions, like the Holuhraun erup- tion which started at the end of August 2014 and lasted for six months. The Northern Volcanic Zone is formed by several fissure swarms which are ar- ranged side by side and partly merge. They have been formed and modified by dikes and eruptions through time. The latest dike intrusion and the associated eruptions occurred in the Bárðarbunga fissure swarm, in the southernmost part of the Northern Volcanic Zone. To the north, the Northern Volcanic Zone is bounded by the Tjörnes Fracture Zone, which is a transform zone and the source of large earthquakes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.