Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 21
21 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags útbreiðsla og hin tiltölulega litla veiði ískóðsseiða á löngu árabili yfir íslenska landgrunninu styrkja til- gátu um slitróttan aðflutning seiða frá hrygningar- og uppeldisslóðum við Austur-Grænland. Kynþroska ískóð hefur veiðst í Scoresbysundi (u.þ.b. 70°N), Tyrolerfirði (74°N) og Doveflóa (76°N) (S.E. Felvolden og J.S. Christiansen, munnl. uppl. des. 2014) og því er líklegt að þessir firðir séu mikilvægar hrygningar- stöðvar við Austur-Grænland.Á grundvelli upplýsinga um hrygn- ingartíma ískóðs, tímann sem það tekur ískóðsegg að klekjast,32,34,35 straumhraða við yfirborð í Austur- Grænlandsstraumi36,37 og loks um fjarlægðina á milli þekktra veiði- staða kynþroska ískóðs við aust- urströnd Grænlands (u.þ.b. 75°N) og fundarstaða í Grænlandssundi (u.þ.b. 67°N), þá er vel líklegt að 2–7 cm lirfur og seiði sem finnast á íslensku hafsvæði í ágúst-september séu upprunnin í hrygningarstöðv- um við Austur-Grænland. Erfðafræðirannsóknir byggðar á greiningum á hvatberaerfðaefni sýna takmarkaðan aðskilnað hjá ískóði frá Grænlandi, Svalbarða og Íslandi, en mestan þó milli þröngra fjarða á Austur-Grænlandi.38 Nýlegar rannsóknir á örtunglum styðja þetta. Þar kom fram nokkur stofnerfðafræðilegur munur milli ískóðs sem heldur til í einstökum fjörðum á austurströnd Grænlands og einnig milli ískóðs úr fjörðunum og úti á landgrunninu en hins vegar ekki milli staða á landgrunninu.39 Yfir landgrunninu flæðir Austur- Grænlandsstraumurinn til suðurs og má ímynda sér að þar hald- ist aðskilnaður stofna síður en inni á þröngum aðskildum fjörðum. Frekari erfðafræðirannsóknir þarf til þess að leiða í ljós tengsl stofna ískóðs á heildarútbreiðslusvæðinu í Norður-Íshafinu og á norðurslóðum. Útbreiðsla ískóðs sem fékkst í botnvörpu sýnir neikvæða fylgni við botnhita (6. mynd). Rannsóknir í Barentshafi40 og á hafsvæðunum við Labrador og Nýfundnaland41 sýna á sama hátt að útbreiðslu- svæði ískóðs stækkar þau ár þegar sjávarhiti er lágur. Á grunnslóð við Svalbarða29 var fjöldi ískóðs einnig meiri í togum sem tekin voru þar sem hiti var < 0°C en þar sem hiti var > 0°C. Meðalfjöldi ískóðs á stöð í íslensku rannsóknunum sýnir einnig neikvæða fylgni við sjávarhita en sambandið er ekki töl- fræðilega marktækt (6. mynd). Það getur bent til þess að aðrir þætt- ir, svo sem fæðuframboð, afrán og samkeppni, séu auk hitastigs mik- ilvægir við afmörkun á útbreiðslu- svæði ískóðs. Norðan Íslands fékkst ískóð í botnvörpu þar sem botn- hiti var á bilinu –1,6 til 5,2°C og í flotvörpu þar sem hiti nálægt yfir- borði var á bilinu –1,0 til 7,5°C. Efri mörkin á þessum hitasviðum eru talsvert hærri en greint hefur verið frá við Svalbarða (–1,6 til 3,2°C)29 og í Barentshafi (yfirleitt < 0°C).6 Fundur ískóðs við tiltölulega hátt hitastig á Íslandsmiðum kann að tengjast þeirri staðreynd að þar er ískóð nálægt suðurmörkum heildar- útbreiðslusvæðis tegundarinnar (1. mynd). Lengdardreifing ískóðs sem fékkst í botnvörpu á Íslandsmiðum er á bilinu 5–32 cm en flestir fiskanna voru 12–16 cm að lengd (8. mynd). Þetta er svipað lengdar- bil og reyndist vera á ískóði sem fékkst í botnvörpu á grunnslóð við Svalbarða í júlí-ágúst (5–30 cm).29 Á grundvelli upplýsinga um ald- ur einstakra lengdarflokka ískóðs 9. mynd. Yfirborðsstraumar og sjávardýpi í Grænlandssundi og Íslandshafi, norðvestan og norðan Íslands. Héðinn Valdimarsson endur- teiknaði úr grein í Náttúrufræðingnum.44 – Surface currents and depth contours in the Denmark Strait and Iceland Sea to the north-west and north of Iceland. Redrawn44 by H. Valdimarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.