Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 21
21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
útbreiðsla og hin tiltölulega litla
veiði ískóðsseiða á löngu árabili yfir
íslenska landgrunninu styrkja til-
gátu um slitróttan aðflutning seiða
frá hrygningar- og uppeldisslóðum
við Austur-Grænland.
Kynþroska ískóð hefur veiðst
í Scoresbysundi (u.þ.b. 70°N),
Tyrolerfirði (74°N) og Doveflóa
(76°N) (S.E. Felvolden og J.S.
Christiansen, munnl. uppl. des.
2014) og því er líklegt að þessir
firðir séu mikilvægar hrygningar-
stöðvar við Austur-Grænland.Á
grundvelli upplýsinga um hrygn-
ingartíma ískóðs, tímann sem það
tekur ískóðsegg að klekjast,32,34,35
straumhraða við yfirborð í Austur-
Grænlandsstraumi36,37 og loks um
fjarlægðina á milli þekktra veiði-
staða kynþroska ískóðs við aust-
urströnd Grænlands (u.þ.b. 75°N)
og fundarstaða í Grænlandssundi
(u.þ.b. 67°N), þá er vel líklegt að
2–7 cm lirfur og seiði sem finnast á
íslensku hafsvæði í ágúst-september
séu upprunnin í hrygningarstöðv-
um við Austur-Grænland.
Erfðafræðirannsóknir byggðar
á greiningum á hvatberaerfðaefni
sýna takmarkaðan aðskilnað hjá
ískóði frá Grænlandi, Svalbarða og
Íslandi, en mestan þó milli þröngra
fjarða á Austur-Grænlandi.38
Nýlegar rannsóknir á örtunglum
styðja þetta. Þar kom fram nokkur
stofnerfðafræðilegur munur milli
ískóðs sem heldur til í einstökum
fjörðum á austurströnd Grænlands
og einnig milli ískóðs úr fjörðunum
og úti á landgrunninu en hins vegar
ekki milli staða á landgrunninu.39
Yfir landgrunninu flæðir Austur-
Grænlandsstraumurinn til suðurs
og má ímynda sér að þar hald-
ist aðskilnaður stofna síður en inni
á þröngum aðskildum fjörðum.
Frekari erfðafræðirannsóknir þarf
til þess að leiða í ljós tengsl stofna
ískóðs á heildarútbreiðslusvæðinu í
Norður-Íshafinu og á norðurslóðum.
Útbreiðsla ískóðs sem fékkst í
botnvörpu sýnir neikvæða fylgni
við botnhita (6. mynd). Rannsóknir
í Barentshafi40 og á hafsvæðunum
við Labrador og Nýfundnaland41
sýna á sama hátt að útbreiðslu-
svæði ískóðs stækkar þau ár þegar
sjávarhiti er lágur. Á grunnslóð við
Svalbarða29 var fjöldi ískóðs einnig
meiri í togum sem tekin voru þar
sem hiti var < 0°C en þar sem
hiti var > 0°C. Meðalfjöldi ískóðs
á stöð í íslensku rannsóknunum
sýnir einnig neikvæða fylgni við
sjávarhita en sambandið er ekki töl-
fræðilega marktækt (6. mynd). Það
getur bent til þess að aðrir þætt-
ir, svo sem fæðuframboð, afrán og
samkeppni, séu auk hitastigs mik-
ilvægir við afmörkun á útbreiðslu-
svæði ískóðs. Norðan Íslands fékkst
ískóð í botnvörpu þar sem botn-
hiti var á bilinu –1,6 til 5,2°C og í
flotvörpu þar sem hiti nálægt yfir-
borði var á bilinu –1,0 til 7,5°C. Efri
mörkin á þessum hitasviðum eru
talsvert hærri en greint hefur verið
frá við Svalbarða (–1,6 til 3,2°C)29
og í Barentshafi (yfirleitt < 0°C).6
Fundur ískóðs við tiltölulega hátt
hitastig á Íslandsmiðum kann að
tengjast þeirri staðreynd að þar er
ískóð nálægt suðurmörkum heildar-
útbreiðslusvæðis tegundarinnar (1.
mynd).
Lengdardreifing ískóðs sem
fékkst í botnvörpu á Íslandsmiðum
er á bilinu 5–32 cm en flestir
fiskanna voru 12–16 cm að lengd
(8. mynd). Þetta er svipað lengdar-
bil og reyndist vera á ískóði sem
fékkst í botnvörpu á grunnslóð við
Svalbarða í júlí-ágúst (5–30 cm).29
Á grundvelli upplýsinga um ald-
ur einstakra lengdarflokka ískóðs
9. mynd. Yfirborðsstraumar og sjávardýpi í Grænlandssundi og Íslandshafi, norðvestan og norðan Íslands. Héðinn Valdimarsson endur-
teiknaði úr grein í Náttúrufræðingnum.44 – Surface currents and depth contours in the Denmark Strait and Iceland Sea to the north-west
and north of Iceland. Redrawn44 by H. Valdimarsson.