Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 8
Náttúrufræðingurinn 8 Við greiningu á spurningunni eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að körlum þykja raflínur óæski- legri en konum og ferðamönnum yngri en 25 ára þykja þær síður óæskilegar en þeim sem eldri eru (1. tafla).a Íslendingum þykja raf- línur óæskilegri en öllum öðrum þjóðernishópum nema öðrum Norðurlandabúum. Ferðamönnum sem koma á svæðin á eigin bílum finnast raflínur óæskilegri en þeim sem ferðast í hópferðabílum og bíla- leigubílum. Þeir sem eru gangandi og á mótorhjóli eða fjórhjóli eru mjög andvígir raflínum en þessir hópar eru of fámennir til að marg- hliða samanburður sýni marktækan mun. Mikill munur er á milli staða á því hversu óæskilegar raflínur þykja. Raflínur þykja óæskilegri í Nýjadal en í Skagafirði, Hólaskjóli, við Aldeyjarfoss og Seltún, en svar- endum við Seltún þykja þær mun síður óæskilegar en ferðamönnum á öðrum stöðum. Mikill munur er einnig milli hópa viðhorfskvarðans í svörum um æskileik raflína á rann- sóknarstöðunum. Þjónustusinnar eru sá hópur sem sættir sig helst við raflínur og almennum ferðamönn- um finnst þær nokkuð óæskilegri en þjónustusinnum. Náttúrusinnum og eindregnum náttúrusinnum þykja raflínur mun óæskilegri en fyrrnefndu hópunum tveimur. Þá þótti þeim sem höfðu komið á svæð- in áður raflínur óæskilegri en þeim sem voru í fyrstu ferðinni og þeir sem komu til að upplifa víðerni töldu raflínur óæskilegri en þeir sem komu ekki til að upplifa víðerni. 1. tafla. Fjöldi x S t-próf / anova-próf N t-test / anova Alls – Total 2075 2,20 1,031 - Konur – Female 1002 2,24 1,025 t= 2,134 Karlar – Male 947 2,14 1,033 p= 0,033 Yngri en 25 ára – Younger than 25 years 254 2,51 1,023 F= 6,745 p< 0,001 25-34 ára/years 396 2,24 0,994 35-44 ára/years 287 2,06 1,000 45-54 ára/years 356 2,11 1,031 55-64 ára/years 299 2,06 1,017 65 ára og eldri – 65 years and older 164 2,24 1,092 Ísland – Iceland 315 1,75 1,006 F= 9,204 p< 0,001 Þýskaland – Germany 356 2,20 0,924 Frakkland – France 251 2,13 1,021 Sviss/Austurríki – Switzerland/Austria 230 2,20 0,974 USA/Kanada – USA/Canada 216 2,34 1,000 Benelux – Netherlands/Belgium/Luxembourg 104 2,34 0,938 Tékkland/Slóvakía/Pólland – Czech rep./Slovakia/Poland 102 2,65 1,241 Ítalía/Spánn – Italy/Spain 100 2,38 1,004 Bretland/Írland – Great Britain/Ireland 94 2,55 1,150 Norðurlönd – Nordic countries 88 2,08 0,954 Önnur lönd – Other countries 93 2,35 1,081 Ísl. bús. á höfuðborgarsvæði – Icelanders living in capital 222 1,74 0,999 t= -0,413 Ísl. bús. á landsbyggð – Icelanders living outside capital 81 1,80 1,051 p= 0,680 Bílaleigubíll – Rental car 701 2,31 0,974 F= 5,773 p< 0,001 Hópferðabíll – Bus 529 2,27 1,058 Eigin bíll – Private car 518 2,00 1,061 Reiðhjól – Bicycle 31 2,15 1,190 Gangandi – On foot 26 1,71 0,908 Mótorhjól/fjórhjól – Motorcycle/quad bike 24 1,83 0,917 Hestbak – Horseback 21 2,05 1,117 Styttri ganga en 1 klst. – Hike shorter than 1 hour 75 2,25 1,010 F= 1,545 p= 0,187 1:00–2:59 442 2,16 0,913 3:00–4:59 266 2,09 1,063 5:00–6:59 128 1,98 0,981 7 klst. löng ganga eða lengri – 7 hour hike or longer 192 2,00 1,012 Aldeyjarfoss 338 1,95 0,907 F= 33,829 p< 0,001 Hagavatn 94 1,87 0,992 Hólaskjól 442 2,06 1,003 Nýidalur 88 1,57 0,836 Skagafjörður 230 2,13 1,070 Seltún 751 2,64 0,984 Trölladyngja 132 1,78 0,914 Dagsgestir – Day visitors 871 2,23 1,008 t= 1,442 Næturgestir – Overnight visitors 1037 2,15 1,041 p= 0,150 Komið áður – Repeat visitors 367 1,80 0,943 t= -7,912 Ekki komið áður – First time visitors 1669 2,28 1,027 p< 0,001 Þjónustusinnar – Urbanists 255 2,69 1,028 F= 49,647 p< 0,001 Almennir ferðamenn – Neutralists 1034 2,29 0,989 Náttúrusinnar – Moderate purists 364 1,76 0,912 Eindregnir náttúrusinnar – Strong purists 53 1,52 0,886 Kom til að uppl. víðerni – Visiting to experience wilderness 1754 2,12 1,012 t= -6,375 Kom ekki til að uppl. víðerni – Not visiting to experience wilderness 130 2,78 1,038 p< 0,001 1. tafla.a Viðhorf ferðamanna til raflína á svæðinu, greint eftir hópum. Útreikningar byggðir á 5 stiga Likert-kvarða þar sem 1 = mjög óæskilegar, 2 = frekar óæskilegar, 3 = hvorki né, 4 = frekar æskilegar, 5 = mjög æski- legar. x=meðaltal, S=staðalfrávik. – The attitude of touists towards transmission lines in the area, analysed according to groups. – Evaluations based on the five point Likert scale where 1 = very inappropriate, 2 = inapp- ropriate, 3 = neutral, 4 = appropriate, 5 = very appropriate. x= mean, S=standard deviation. a Miðað er við tölfræðilega marktækan mun ef p<0,05.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.