Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 24
Náttúrufræðingurinn 24 Ásta Rut Hjartardóttir og Páll Einarsson Sprungusveimar Norðurgosbeltisins og umbrotin í Bárðarbungu 2014–2015 Gliðnunin í eldstöðvakerfi Bárðarbungu árin 2014–2015 og eldgos sem henni tengdust vöktu mikla athygli og sýndu vel hvernig megineldstöðvar og sprungusveimar sem liggja út frá þeim verða virk. Slíkir gliðnunarat- burðir eru sjaldgæfir, og sjást helst á Íslandi og í austurhluta Afríku, einu stöðunum á jörðu þar sem sjá má fleka reka í sundur ofansjávar. Sprungu- sveimar, svo sem þeir sem sjást á Þingvöllum og í Gjástykki, myndast og hreyfast við slíka atburði. Sprungusveimar eru ílöng svæði þar sem sprunguþéttleiki er mikill og tengjast oft megineldstöð. Sprungusveim- arnir eru taldir myndast þegar kvikugangar skjótast grunnt inn í jarð- skorpuna, hún tognar í sundur, gamlar sprungur hreyfast og nýjar mynd- ast. Sprungurnar mynda oft sigdal sem bæði víkkar og sígur þegar kviku- gangurinn sækir fram og glennir út jarðskorpuna. Stundum nær kvikan til yfirborðs og úr verður sprungugos, líkt og eldgosið í Holuhrauni sem hófst í lok ágúst 2014 og stóð í sex mánuði. Norðurgosbeltið mynda nokkrir sprungusveimar sem liggja hlið við hlið og skarast að hluta. Þeir hafa myndast og mótast af kvikuinnskotum og eldgosum í gegnum tíðina. Nýjasta gangainnskotið og eldgosin sem því tengdust urðu í eldstöðvakerfi Bárðarbungu, syðst í Norðurgosbeltinu. Að norðan takmarkast gosbeltið af Tjörnesbrotabeltinu, sem er þverbrotabelti og upptakasvæði stórra jarð- skjálfta Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 24–39, 2017 INNGANGUR Flekaskilin sem liggja í gegnum Ísland eru um margt mjög sér- stæð. Aðeins á tveimur stöðum á jörðinni eru fráreksbelti milli meginfleka á þurru landi. Í Austur- -Afríku liggja þau í gegnum megin- landsskorpu en á Íslandi verður til úthafsskorpa við frárekið. Hún er raunar óvenju þykk vegna áhrifa frá heita reitnum undir Íslandi en ferlin sem eru að verki líkj- ast um margt þeim sem mynda úthafsskorpu á rekhryggjum úthaf- anna. Á síðustu árum hefur verið í gangi verkefni þar sem sprungu- kerfi fráreksbeltanna á Íslandi eru kortlögð kerfisbundið og rann- sökuð með það að meginmarkmiði að öðlast betri skilning á ferlum sem fylgja frárekinu og nýmyndun jarðskorpunnar. Niðurstöður rann- sóknanna hingað til hafa verið birtar í nokkrum greinum1–15 en í þessari grein verður gefið yfirlit um sprungusveima Norðurgosbelt- isins. Norðurgosbeltið kallast sá hluti flekaskilanna sem liggur norður frá Vatnajökli og skilur að meginflek- ana tvo, Norður-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann. Undir norðvest- urhluta Vatnajökuls er miðja heita reitsins16 og þar eru þrískil þar sem þrjár greinar flekaskilanna mætast, Norðurgosbeltið, Austurgosbeltið og Mið-Íslandsbeltið. Í Norður- gosbeltinu eru megineldstöðvarn- ar Kverkfjöll, Askja, Fremrinámar, Krafla og Þeistareykir ásamt sprungusveimum sínum (1. og 2. mynd). Auk þess liggja nyrðri sprungusveimar Bárðarbungu inn- an Norðurgosbeltisins. Sprungu- sveimur Tungnafellsjökuls liggur í syðsta hluta Norðurgosbeltisins, en getur allt eins talist hluti af Mið- Íslands beltinu.17 Stundum eru Heiðarsporður í Mývatnssveit og Hrúthálsar norðan Öskju einnig tald- ir með sem megineldstöðvar.18–20 Ritrýnd grein /Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.