Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 45
45 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jón Einar Jónsson Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 45–51, 2017 Ritrýnd grein /Peer reviewed Eru tengsl milli æðarvarps og loðnugengdar? Fæðuframboð af botndýrum er sá þáttur sem helst takmarkar líkams- ástand æðarkollna fyrir varp. Hins vegar getur framboð á loðnu síðla vetrar hjálpað til við að byggja upp næringarforðann. Prófað var hvort fylgni væri milli fjölda æðarhreiðra í fjórum landshlutum og loðnuvísi- tölu Hafrannsóknastofnunar 1985–2008. Loðnuveiðar hófust við Ísland 1963 og jukust hægt í fyrstu en tóku kipp upp á við 1976–1979 og svo aftur 1983–1989 eftir hallæri 1981. Fjöldi æðarhreiðra jókst 1980–1990 og náði hámarki 1990 en loðnuvísitala stóð nokkuð í stað 1990–2000. Engin fylgni var á milli loðnuvísitölu og fjölda æðarhreiðra 1985–2008 á Suðvesturlandi, við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Hins vegar fækkaði æðar- hreiðrum um 11% tímabilið 2001–2007, á sama tíma og loðnuvísitalan var í sögulegu lágmarki í kjölfar breytinga á farleiðum loðnunnar. Æðarkollur sleppa stundum úr varpárum, eða verpa seint, einkum ef næringarástand þeirra er slakt að vori. Æðarhreiðrum fækkaði skyndilega við Breiðafjörð 1992, 1995, 1999, 2006. Öll árin var loðnuhallæri sama ár eða árið áður, en hreiðrin náðu strax svipuðum fjölda árið eftir. Í slíkum árum er mögulegt að loðnan gangi ekki inn á Breiðafjörð á leið sinni norðvestur á bóginn. Tengsl stakra, slakra ára í fjölda æðarhreiðra við stök loðnuhallæri virðast vera einu tengslin milli æðarvarps og loðnuvísitölu. Inngangur Fuglar þarfnast næringarríkrar fæðu í aðdraganda varps en mis- jafnt er hvort fuglategundir nærast á álegutíma eða þreyja áleguna með uppsöfnuðum næringarforða.1,2,3 Orkurík fæða hjálpar kvenfuglum að búa sig undir varp og álegu og því ræður aðgengi að fæðu síðla vetrar miklu um varpárangur,3 bæði hjá tegundum sem treysta á upp- safnaðan orkuforða og þeim sem getið étið á álegutíma. Margir andfuglar (Anatidae) éta meðan á álegu stendur en sumar stærri tegundir treysta nánast ein- göngu á næringarforða.4,5 Fæðuval anda er talsvert breytilegt milli stofna, 1. mynd. Æðarfuglar sækja víða í hafnir, eins og þessi hópur í Stykkishólmi í febrúar 2016 / Common eiders frequently flock in harbours around Iceland, like these eiders in Stykkishólmur in February 2016. Ljósm./Photo: Jón Einar Jónsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.