Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 67
67 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Flatir ,bólstrar‘ eins og sáust á Mið-Atlantshafshryggnum og fleiri myndanir. Ofan til hægra megin ganga klappirnar inn undir bakkann. – Flat pillows as seen on the Mid-Atlantic Ridge. To the right the formation vanishes under the bank. In the front a formation for the imagination. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir 2010. Sveinn Pálsson (1762–1840) fór á árinu 1794 Ytri-Hestleið milli Brúar og Möðrudals en hún liggur um Hvannárgil milli móbergsfjallanna Slórfells og Bæjaraxlar. Hann segir: Vestan til í fjallgörðum þessum liggur leiðin í gegnum svo þröngan klofa, er Hvannárgil nefnist, að klyfjahestar geta með naumindum smogið gegnum. Hliðarnar eru úr eintómum litlum stuðlabergssúlum, er liggja í allar áttir, mestmegnis samfléttaðar, en samt eins og þær séu límdar hver við aðra. ... Hér og hvar glittir í hella og hvelfingar niður í þessu hálfdimma gili ... virðist það liggja í augum uppi, að allir fjallgarðarnir og hæðirnar, sem kvíslast um allt svæðið milli Jökul- dalsheiðar og Jökulsár á Fjalli, hljóti að vera af sömu gerð hið innra þótt utan frá líti þær út sem dyngjur af möl og lausagrjóti.6 Þannig höfum við einmitt lært að líta á móbergsfjöllin okkar með innviðum sínum, bólstrabergi. Að elta uppi myndun bólstrabergs Hér ætlum við hins vegar að elta uppi annars konar bólstraberg, sem myndast á ströndum og sjávar- botni, og skoða jarðmyndanirnar á Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi í því ljósi. Sameiginlegt bólstrabergi sem myndast undir jökulhjúpi og í sjó er snögg kólnun yfirborðs bergkvik- unnar. Glóandi hraunflóðið, meira en 1.000°C heitt, rennur fram og storknar í margvísleg form en hleðst ekki upp líkt og undir jökulís. Fleirum hefur verið innanbrjósts eins og Anderson og viljað sjá með eigin augum hvernig bólstraberg myndast í sjó. Svo var um James G. Moore,b jarðfræðing á Hawaii. Hann var búinn að fá nóg af því að standa á ströndinni og svíða í augun þegar hraunflygsurnar lentu í sjónum og tættust í misstórar agnir. Moore ætlaði sér að verða fyrstur jarðfræðinga til að sjá mynd- un bólstrabergs. Þegar tækifærið gafst árið 1971 í gosinu í Mauna Ulu-gígnum (1969–74) í Kilauea- eldstöðinni elti hann hraunið í djúp- ið. Hraunelfurin féll fram af sjávar- hömrum og splundraðist í sjónum. Stöku stærri samhangandi hraun- flygsur héngu þó saman og við köf- un á grunnsævi sá hann með eigin augum hvernig hrauntungur og sep- ar urðu að bólstrum, sem hann lýsir sem ílöngum samhangandi hnykl- um, hring- eða sporöskjulaga í þver- skurði. Öðru hverju komu sprungur í 3 cm þykka glerskel hnyklanna og sást í glóandi hraunið sem gat þá myndað nýja hnúða eða sepa. Kafarar fóru það nálægt að þeir gátu krakað sýni úr glóandi hraunbólstr- um. Sjávarhitinn hækkaði aðeins um 2,5°C. Moore kafaði með kvik- myndatökumanninum Lee Tepley og gat á eftir grandskoðað atburða- rásina, en brot úr kvikmynd Tepleys, Fire under the sea, er enn til sýningar á Hawaii. Skorpa myndaðist á bólstr- unum á innan við 5 sekúndum eða 10 sinnum hraðar en undir beru lofti. Þrjú hraun runnu til sjávar frá Mauna Ula á árunum 1969–71. Kafarar hafa kannað tvö þessara hrauna, annað á meðan á gosinu stóð eins og að framan segir en hitt eftir goslok. Í júní 1969 hafði mjór taumur apalhrauns runnið út í sjó. Rann það nokkur hundruð metra niður á meira en 70 m dýpi. Á jöðr- um hraunsins mynduðust sívalir bólstrar þegar komið var á 25 m dýpi. Þeir voru um 1 m í þvermál og 10–15 m á lengd.7 Moore lýsir þeim sem sívölum samhangandi rennslistaumum og segir að bólstr- ar sem losni frá upphafi sínu séu sjaldgæfir.7,8 b Moore er m.a. þekktur fyrir að hafa sett fram kenningar um risaflóðbylgjur í Kyrrahafi með uppruna á Hawaiieyjum. Hann gat sér gott orð í FAMOUS- leiðangrinum 1974. Moore kom m.a. að rannsóknum á Surtsey og Reykjaneshrygg.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.