Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 7

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 7
/. / T L A T í M A R 1 T I Ð um það nú, hvort ég á þeim augnablik- um hugsaði nokkuð um sakamál, sið- ferði, eignarétt eða annað slíkt, sem fróðir menn álíta, að hver og einn ætti að hugsa um á hverju augnabliki lífs síns. Það er ósk mín, að halda mér svo nærri sannleikanum sem unt er, og ég verð að játa, að ég hafði víst allan hug- ann við gröftinn og þá spurningu, hvað inni í körfunni gæti verið. Það var farið að líða á kveldið. Qrá- leit, hráslagaleg þokan varð þéttari og þétt- ari í kringum okkur. Tómahljóðið í öldu- skvampinu varð meira en áður og regnið buldi á körfunni með meiri hávaða. Ein- hversstaðar tók næturvörður að snúa brestinum. „Skyldi hún vera botnlaus eða ekki?" sagði félagi minn lágt. Ég vissi ekki við hvað hún átti og anzaði því engu. „Heyrðu, ætli það sé botn í körfunni? Ef svo er, þá er til einskis að reyna að brjótast inn í hana. Með því að grafa þessa holu megum við búast við að lenda ekki á öðru en traustum fjölum. Hvernig ættum við að ná þeim í burtu? Nei; þá er betra að mölva Iásinn; því að hann er lélegur". 5

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.