Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 28

Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 28
L I T L A T í M A R I T 1 Ð ekki lengur. Þér megið til að skera í það aftur.“ Læknirinn skoðaði staðinn. Qamli skurðurinn var alveg gróinn og þakinn nýju skinni. Æðarnar virtust eðlilegar og púlsinn reglulegur. Engin hitasótt, en samt hríðskalf maðurinn. „Nú hef ég aldrei vitað annað eins“, var allt og sumt, sem læknirinn sagði. Ekki var um annað að gera en skera þarna á ný. Fór allt á sömu leið og áður. Verkurinn hvarf og sjúklingnum Iétti stórum. En nú gat hann ekki brosað, og þegar hann þakkaði lækninum, var hann dapur í bragði. „Þér látið yður ekki bregða, þó að ég komi aftur eftir mánaðartíma eða svo“, sagði hann um leið og hann kvaddi. „Svona megið þér ekki hugsa". „Það er þó eins vfst og að guð er yfir okkur", sagði hann vonleysislega. „Verið þér sælir“. Læknirinn skýrði nokkrum starfs- bræðrum sínum frá þessu tilfelli. Voru skoðanir þeirra ærið mismunandi, en enginn gat gefið fullnægjandi skýringu á því. Nú leið mánuður og ekki kom sjúkl- 26

x

Litla tímaritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.