Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 48

Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 48
L 1 T L A T í M A R I T I Ð Hann fölnaði lítið eitt, því að hann hafði einmitt nýlega lagt þessa upphæð til hliðar og ætlaði að kaupa sér byssu fyrir hana. Hann langaði sem sé til að fara næsta sumar öðru hvoru á sunnu- dögum með nokkrum kunningjum sínum á lævirkjaveiðar í umhverfi Parísar. „Agætt", sagði hann samt, „þú skalt fá 400 franka, en sjáðu svo um, að þú fáir fallegan kjól“. Boðsdagurinn nálgaðist, en hin unga kona virtist vera þunglynd, óróleg og áhyggjufull, og þó var klæðnaður hennar í besta lagi. „Hvað er að þér?“ segir svo maður hennar við hana kvöld eitt. „Þú hefur verið svo skrítin þrjá síðustu dagana". „Mér leiðist að ég hef engan skartgrip eða gimstein, ekki nokkurn skapaðan hlut til að skreyta mig með. Eg verð afskaplega fátækleg til fara. Ég vildi nærri því helzt vera laus við að fara nokkuð“. „Þú getur sett eitthvað af lifandi blóm- um á kjólinn", svaraði hann. „Það er mjög fínt um þetta Ieyti árs. Fyrir 10 franka geturðu fengið tvær eða þrjár indælar rósir“. En þetta hafði engin áhrif á hana, 46

x

Litla tímaritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.