Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 11

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 11
L 1 T L A T / M A R 1 T 1 Ð kalt, rakt haustið tekur við af heitu og björtu sumri. Stöðugt blés vindurinn yfir auða ströndina, og freyðandi áin — blés og söng sína dapurlegu söngva. Það var langt frá því, að vel færi um okkur undir bátnum. Það var þröngt um okkur og kaldir regndropar seytluðu í gegnum bátskriflið. Vindhviður blésu inn á okkur. Við, sátum þegjandi og skulfum af kulda. Eg man, að mig lang- aði til að sofna. Natasha hallaði sér upp að bátsskrokknum og vafði sig upp í hnykil. Hún hélt höndum yfir um hné sér, studdi, hökunni á þau og starblíndi á ána. I fölu andliti hennar virtust augun geysistór, vegna bláu rákanna undir þeim. Hún hreyfði hvorki legg né lið, og þessi þögn og hreyfingarleysi kom smám saman inn hjá mér ótta við sessunaut minn. Mig langaði til að tala við hana, en gat ekki hafið máls á neinu. Það var hún, sem byrjaði. „En hvað Iífið er bölvað", sagði hún blátt áfram, og röddin lýsti djúpri sann- færingu. En það var ekki kvörtun. I þessum orðum lá of mikið hlutleysi til þess að þau yrðu skilin sem kvörtun. Þessi 9

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.