Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 62

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 62
L I T L A T í M A R / T 1 Ð ekki að ég sit aðeins hjá eiginkonu minni“? Frúin þegir. Blómsölukonan gengur milli borðanna. Sumir kaupa, aðrir afþakka. Hún heldur blómunum ekki fast fram. Hvert skref er henni þungbært. Eitthvað göfugt og tígulegt lýsir upp þreytulega andlitið. Auðmýkt skín úr augum hennar. Hvílík atvinna á þessum aldri! hugsar van Dal, að hlaupa að næturlagi þannig stræti úr stræti, frá dyrum til dyra, til þess að deyja ekki úr kulda, svelta ekki alveg í hel. Eitthvað í augnaráðinu, eitt- hvað í hinu dapra brosi, minnir hann á móður hans, sem hann unni heitt. Skyndi- lega hugsaði hann sér móður sína í spor- um gömlu konunnar, neydda til þess að selja blóm á kaffihúsum. Qremja og blygðun nísti hjarta hans. Menning vor virðir ekki ellina. Það er glæpsamlegt. 011 gamalmenni ættu að fá ríkisstyrk umyrðalaust, rétt á að hvílast og njóta síðustu áranna í friði og áhyggju- leysi. Hann kaupir allar rósirnar, sem eftir eru f körfunni. „Herrann hefur átt góða móður", hvíslaði konan þakkandi. „]á, ágæta“. Hann hafði miklar mætur á 60

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.