Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 30

Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 30
L 1 T L A TÍMA RITl D fullt þakklætis. Sex gleðiríkir mánuðir liðu og hver nýr dagur jók á hamingju okkar. Stundum gekk hún margar mílur á móti mér, þegar ég varð að fara til borgarinnar, og aldrei vildi hún dvelja lengur að heiman en fáeinar siundir, ekki einu sinni á heimili fyrverandi húsmóður sinnar, þar sem hún off kom. Hún vildi aldrei danza við annan karlmann, og ef það kom fyrir að hana dreymdi einhvern annan, var hún vön að skrifta það fyrir mér, eins og það væri stór glæpur. Hún var, saklaust og elskulegt barn. Eg veit ekki, hvað það var, sem kom mér ti! að trúa því, að þetta væri ekki annað en yfirskyn. Svo heimskur er maðurinn, að hann Ieitar ógæfunnar einmitt þegar hamingjan brosir björtust við honum. Hún átti lítið saumaborð og hafði skúffuna í því ávalt læsta. Þetta tók að kvelja mig. Ég veitti því oft athygli, að aldrei var Iykillinn í skúffunni og aldrei var hún ólæst. Hverju þurfti hún að leyna svo vandlega? Ég tryltist af afbrýði- semi. Ég treysti ekki sakleysislegu aug- unum hennar, kossunum og ástaratlot- unum. Ef til vill var það ekki annað en lævísleg blekking. 28

x

Litla tímaritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.