Litla tímaritið - 01.06.1929, Síða 9
L / T L A
T í M A R í T 1 B
„Hæ! Hér er það!“
„Hvað?“
„Brauð ... en það er blautt ... taktu
við því“.
Brauðhleifur féll til fóta mér og hýn
sjálf á eftir, hinn ágæti félagi minn. Eg
hafði þegar fengið mér bita, troðið hon-
um upp í mig og var nú að tyggja.
„Jæja, gefðu mér líka. ... En við
megum ekki standa hérna. ... Hvert
eigum við að fara?“ Hún leit spyrjandi
í allar áttir. ... Það var dimmt, hvast
og blautt.
„Sjáðu, þarna er bátur á hvolfi. ...
Förum þangað".
„ Það skulum við gera". Og af stað
lögðum við, rifum niður ránsfeng okkar
á leiðinni og fylltum túlana með stórum
bitum. ... Það rigndi meir og meir og
áin valt beljandi fram. Einhversstaðar frá
hljómaði langdregið, storkandi blístur —
rétt eins og einhver voldug vera, sem engan
óttaðist, væri að kveða niður allar jarð-
neskar stofnanir og með þeim þennan
napra haustnæðing og okkur, hetjur hans.
Þetta blístur hafði þau áhrif á mig, að
ég fékk sáran hjartslátt, en þrátt fyrir
það hélt ég áfram að eta með græðgi,
7