Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 51

Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 51
L t T L A T í M A R I T I Ð aðdáun, sem henni var auðsýnd í svo ríkum mæli, og allri þeirri þrá, er hún vakti. Hún hélt heimleiðis klukkan fjögur um morguninn. Frá því klukkan tólf hafði maður hennar sofið, ásamt tveim öðrum mönn- um, í Iitlum, afskektum sal, en konur þeirra höfðu skemmt sér ágætlega. Hann kastaði yfir herðar hennar yfir- höfn þeirri, sem hún hafði tekið með sér; óbrotnum klæðum, svo fátæklegum, að þau stungu mjög í stúf við ljómandi danzkjól. Hún fann þetta og vildi flýta sér burt, svo að hinar konurnar, sem sveipuðu sig dýrindis loðkápum, skyldu ekki taka eftir henni. Loisel reyndi að aftra henni. „Bíddu svolítið. Þú ofkælir þig. Eg skal sækja vagn“. Hún hlustaði ekki á hann, en gekk hratt niður tröppurnar. Þegar þau voru komin út á götuna, gátu þau ekki fundið neinn vagn. Þau fóru að leita og hróp- uðu til þeirra ökumanna, sem þau sáu aka langt í burtu. Skjálfandi af kulda gengu þau í áttina niður að Signu. Að lokum hittu þau á fljótsbakkanum einn af þessum gömlu, 49 *

x

Litla tímaritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.