Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 57
Á l f u r TMM 2013 · 2 57 réttingunni og sópað saman „Rannsókn á tilfinningalífi mínu frá því í frumbernsku með sérstakri áherslu á brokkgengt ástarlíf mitt“, sest ég við skrifborðið með plástur og nýlagað bencha-te, andspænis fartölvuskjánum. Útgefendurnir eiga von á nýrri bók frá mér eftir þrjár vikur. Ég sendi þeim fyrsta kaflann úr „Systir mín, melankólían“, einni af misheppnuðu skáld- sögunum mínum, fyrir allnokkru og er að hugsa um að senda þeim næsta kafla líka, um leið og hann er tilbúinn. Ég sé að mér hefur borist nýtt tölvuskeyti með fyrirsögninni: „Hvað á það að þýða að svara ekki í símann?“ Ég gefst upp á skáldskapnum og ákveð að kominn sé tími á síestuna mína. Ég fæ hræðilega martröð. Í Parísarborg geisar blóðug styrjöld milli ungra, svangra ljóðskálda og vellaunaðra, mettra tölvuforritara. Við kærastan mín höfum neglt bókahillu fyrir útidyrnar og girt fyrir gluggana með herðatrjám. Niður úr loftinu hanga tugir dauðra músarunga. Ég er um það bil að stinga einum þeirra ofan í pott með kraumandi saltvatni þegar ég hrekk upp af svefninum, bullsveittur og skjálfandi. Þá heyri ég gengið um í stigaganginum og rétt á eftir lýkur kærastan mín, án nokkurra vandkvæða, upp hurðinni. „Ég keypti döðlur, möndlur og þurrkuð týtuber.“ Hún leggur brúnan, skrjáfandi bréfpoka á stofuborðið, hnusar út í loftið og segir: „Frábært. Varstu að laga te?“ Síðan kyssir hún mig ánægð á nefbroddinn. „Hvað ertu að gera í kímónó- sloppnum mínum?“ „Það var dragsúgur.“ „Er ekki allt í góðu?“ „Jú, jú. Ég var bara að skrifa.“ „Duglegur.“ Hún hlammar sér aftur í hægindastólinn og seilist eftir doðrantinum um forna, egypska listmuni. „Vildirðu vera svo vænn að fjarlægja Spiderman- nærbuxurnar þínar af stofugólfinu, ljúfur?“ Ég framfylgi að venju boði hennar. Síðan sest ég við skrifborðið og brýt heilann dágóða stund um skáldsögurnar mínar. En það er of heitt, mér dettur ekkert í hug. Úti krafsar gamla kerlingin á neðstu hæðinni í gang- stéttina með strákústi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.