Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 58
58 TMM 2013 · 2
Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir
Af landamærahéruðum Clio
og bókmenntagyðjanna
Byggt á hádegiserindi Sagnfræðingafélagsins,
flutt í Þjóðminjasafni Íslands 12. mars 2013
Sagan og almenningur í lýðræðissamfélagi
Háskólar uxu út úr kirkju og klaustrum lénsskipulags og lafa enn í því hólfi
á sviði hugvísinda, hafa ekki áttað sig á því að lýðvæðing samfélags felst í
því að fjöldinn sem borgar brúsann njóti hunangsins. Rannsóknir „fyrir
atvinnuvegina“ heitir þetta í raunvísindum, „fyrir fólkið“ í heilbrigðis-
deildum, en fyrir hvern í hugvísindum? Þetta er sorglegt, grátlegt og ferlegt,
flæðið frá sagnfræðingum er svo lélegt að forseti vor fer mað eldgamla
víkingarembu til Vesturheims árið 2000. Það voru Norðmenn sem fundu
Ameríku, sonur Norðmanns og siglingatæknin er norsk, að vísu stolin frá
Sömum, sagði mér Sami.
Í hugvísindum ríkir enn forn elítismi og þess vegna er engin áhersla lögð
á að koma viskunni sem þar safnast fyrir til fólksins. Mér hefur tekist að láta
mörg þúsund manns lesa vandlega rannsakaðar fræðibækur, sem ég ímynda
mér í paranoju minni að „fínir“ sagnfræðingar líti hornauga. Það skilar til-
finningu fyrir átjándu og nítjándu öldinni sem fer eins nálægt raunveruleik-
anum og heimildir bjóða upp á. Ævisögur kveikja að vísu áhuga almennings.
Bak við aðra var þriggja ára vinna, bak við hina fimm ár. Við eigum að leggja
miklu meira fé í þetta stig hugvísindanna, matreiðslu við almenningshæfi,
helst í myndmiðli eins og Eggert Þór Bernharðsson gerði (sjá á netinu) með
níu Fréttaskotum úr fortíð. Þekking á sögunni lætur mann skynja umhverfi
sitt í sögulegri þrívídd, margvídd eiginlega. Og það eru lífsgæði.
Ameríska sögufélagið „agróným AHA“ gerir ráð fyrir að codex sagn-
fræðinnar sé leiðarljós allra sem fást við fræðin óháð prófgráðum, og frelsi til
að stunda sagnfræði sé mannkynssögunni styrkur. Íslenska Sögufélagið sýndi
lýðnum virðingu með því að hafa opna þjónustu í Fischersundi. Það er grátlegt
þegar hún var nýlega lögð niður því hún sinnti vel sambandinu við almenning.
Víst geta ólærðir sagnfræðingar skrifað góða sagnfræði og það er skylda sagn-
fræðinnar að halda góðu sambandi við almenning með framleiðslu sinni.