Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 51
Þ e g a r I b s e n o f b a u ð M a t t a
TMM 2013 · 2 51
Moltke sá sem um er rætt, er væntanlega Helmuth von Moltke (1800–1891)
sem upprunalega var í danska hernum en gekk til liðs við Prússa og skipulagði
árásirnar á Dani 1864, Austurríkismenn 1866 og Frakka 1870. Ósigurinn við
Dybbøl (Danavirki) 1864 var Ibsen bitur, eins og sjá má af kvæði hans um
morð Abrahams Lincoln, þar sem segir í þýðingu Matthíasar:
Hví hrökkvið þér upp? Er ei Evrópu ráð
í öllu’ eins og heyrir og ber?
Því Prússa-jöfnuður Dybböls dáð,
er daglegt brauð – vitið þér –
og er ekki hryðja hryðju jöfn? –
Hvað hugsa nú Póllands hjú?
Og kom ekki Bretinn við Kaupmannahöfn
og kennið ei slésvíska staði og nöfn?
Hví æðrast þá allir nú?
(Ljóðmæli II 1958:435–436).
Á máli Ibsens er þetta enn beiskara, ef nokkuð er:
Og så tog I skræk. Europas råd,
er det som sig hør og bør?
En Preusser-gerning, en Dybbøl-dåd,
var verden vel vidne til før.
Sin broder hakker da ingen ravn; –
I kommer dog Polen ihug?
Og Engelskmanden for København?
Og graven ved Flensborg? Og Sønderborgs navn?
Men hvorfor da harmes nu?
Ballonbrev til en svensk dame fékk fyrirsögnina Loftfararljóð. „Ballonbrev“ til
sænskrar konu. Fyrirbærið Ballonbrev kom, skilst mér, fyrst fyrir á Norður-
löndum árið 1808 þegar Johan Peter Colding fékk leyfi Friðriks sjötta til
að senda loftbelg með póst yfir Stóra-Belti, þar sem Bretar réðu lögum og
lofum á hafinu, en loftbelgir voru notaðir í stórum stíl til að bera póst frá
París, þegar Þjóðverjar sátu um borgina 1871 (heimild Svenska National-
encyklopedin, luftballongpost).
Í fyrirsögn þessa greinarstúfs var ýjað að því að Ibsen hefði gengið framaf
Matthíasi og skal það nú skýrt nánar.
Í upphafssenu Brands segir frá bónda sem komið hefur í fylgd sonar síns
að sækja prestinn til að þjónusta deyjandi dóttur handan fjalls. Óveður
skellur á og bóndinn vill snúa aftur. Finnur hann allt að m.a.:
Bonden. Men her er is-tjern rundt omking, og slike tjern er stygge ting.
Brand. Dem går vi over.
Bonden. Gå på vann?
Du holder mindre enn du lover.