Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 90
M a g n ú s B j a r n a s o n 90 TMM 2013 · 2 miðað við síðasta matvælaverðsamanburð sem þá var til staðar.9 Þegar Svíar gengu í ESB lækkaði matvara þar um 7% að meðaltali árið eftir aðild og hjá Finnum lækkaði matvælaverð um 11%. Hins vegar var meðalverð matvæla á Norðurlöndunum þremur sem eru í ESB, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, nálægt 20% lægra en á Íslandi á þeim tíma. Öllum ofangreindum könnunum ber því saman um að matvara á Íslandi ætti að lækka í verði á bilinu 7–25% við að ganga í ESB. Afgangurinn er einfalt reikningsdæmi. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna 2008–2010 (útgefin í desember 2011) er hlutfall matar og drykkjar vöru 14,1% af heimilisútgjöldunum. 7% lækkun á matvöru táknar því 1% hærri ráðstöfunartekjur og 25% lækkun táknar 3,5% hærri ráðstöf- unartekjur. Ofangreindar rannsóknir á áhrifum aðildar að ESB á matarverð eiga það þó sameiginlegt að þær notast við samanburðarverðlag og gengi síns tíma. Úr því verður reynt að bæta hér neðanmáls. Evrópskar kannanir á matvælaverði eru gerðar á þriggja ára fresti. Tölurnar fyrir 2006 og 2009 eru í töflunum hér á bls. 88–89, en tölurnar fyrir 2012 eru ekki tilbúnar þegar þetta er ritað.10 Rétt er að benda á að tölurnar hér eru reiknaðar á gengi evru hvers tíma. Árið 2006 er Ísland því líklega metið heldur dýrara en ætti að vera vegna þess hve hátt gengi íslensku krónunnar var fyrir efnahagshrunið 2008. Matarverð á Íslandi árið 2003 var svipað og 2006, enda gengi krónu gagnvart evru svipað bæði árin. Árið 2006 var verðlagið á Íslandi 64% yfir meðaltali ESB, en 63% árið 2003. Árið 2009, þar sem verð matar og drykkjar á Íslandi reiknast ekki nema 4% yfir meðaltali ESB, er hins vegar líklega metið talsvert of lágt vegna þess hve mikið krónan féll fyrsta árið eftir hrunið. Auk þess voru verðhækkanir á matvælum fram- leiddum á Íslandi ekki að fullu komnar út í verðlagið strax árið 2009 meðan hráefnabirgðir „á gamla verðinu“ (innfluttur áburður, fóður, vélar, o.fl.) voru að nýtast upp. Hinar óútkomnu tölur fyrir 2012 þarf þó að skoða með fyrirvara um hvað sé rétt eða raunhæft gengi á íslenskri krónu m.t.t. að afla- ndsgengi krónunnar er lægra en skráð gengi Seðlabanka Íslands. Miðað við framreiknað verðlag má, með vissum fyrirvörum, áætla að matvælaverð á Íslandi sé núna nálægt 10–15% hærra en meðaltalið innan ESB. Rétt er að benda á að innlend landbúnaðarframleiðsla Íslendinga breyttist ekki við hrunið þótt verðlagið breyttist – það var fjármálakerfið sem hrundi en ekki framleiðslukerfi landsins – þannig að líklegt er að matvælaverð á Íslandi verði talsvert yfir meðaltalinu í ESB þegar jafnvægi kemst á, en ekki eins hátt og var rétt fyrir hrun mælt í evrum, þótt krónuverðið verði tals- vert hærra vegna gengisfalls krónunnar. Fræðilega séð er hægt að rannsaka hversu margar vinnustundir þarf til að kaupa mat á Íslandi og bera saman við nokkur Evrópulönd. Slíkar vangaveltur munu þó ekki svara þeirri spurn- ingu hversu mikið matur lækki við ESB-aðild, einfaldlega vegna þess hve matarverð og launakjör eru mismunandi innan ESB og engin ástæða er til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.