Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 24
Á r n i S n æ va r r 24 TMM 2013 · 2 hjá fjölmiðlum. Engin mótmæli. Á sömu síðu sagði Sigurður G. Guðjónsson að samið hefði verið upp á nýtt um kaup og kjör við aðra starfsmenn og væri mikil sátt um þessi málalok enda gerð í samráði við alla hlutaðeigandi. Myndi þetta bæta fréttirnar til muna. Sjaldan hefur sést jafn fullkominn samhljómur á milli vinnuveitanda og verkalýðsfélags. Það er reiðarslag að missa vinnuna en hvernig ætli sé að lesa það í blaði sem berst inn á hvert heimili, að það bæti vinnustað þinn að þú sért rekinn? Svo notuð sé líking úr knattspyrnu, þá hafirðu leikið svo illa að ákveðið hafi verið að taka þig út af í miðjum leik og enginn settur inn á í staðinn, og við þetta myndi leikur liðsins batna til muna. Og félagi þinn og formaður verkalýðsfélagsins þíns mótmæli ekki þessum skilningi. Því miður hreyfði ég hvorki legg né lið, en leitaði sáluhjálpar á botninum á stórum bjór: ég skammast mín enn í dag fyrir að hafa ekki mótmælt og sýnt vinkonum mínum að minnsta kosti opinbera samstöðu. Sumarið 2003 var eins og líf á dauðadeild. Dead man walking. Fólk með tár í augunum að safna saman dótinu sínu og öllum var gert að yfirgefa vinnustaðinn á stundinni – merkilegt nokk var enginn beðinn um að vinna uppsagnarfrestinn. Þegar kom fram í ágúst leið ekki sú vika að ekki væri ein- hver rekinn, og í hvert skipti virtist allt gert svo að viðskilnaðurinn væri sem erfiðastur. Engu líkara en verið væri viljandi að skaða orðspor fyrirtækisins og burtrekinna starfsmanna. Þorsteinn J. Vilhjálmsson var á þessum tíma einn vinsælasti sjónvarps- maður landsins, ekki bara annar helmingur tvíeykisins í Íslandi í dag, heldur líka stjórnandi vinsælasta þáttar Stöðvar 2: Viltu vinna milljón. Hið fornkveðna sannaðist að maður getur alltaf á sig blómum bætt því þrátt fyrir vinsældir Þorsteins Joð var hann kallaður úr sumarfríi og rekinn til að rýma fyrir fornvini annars eigandans og hafði sá hinn sami þó ekki komið nálægt fjölmiðlum um ára- eða áratugaskeið. Níu mánuðum fyrr höfðum við gömlu félagarnir af DV, Bylgjunni og Stöð 2 staðið saman á sviði í Þjóðleikhúsinu, þegar Þorsteinn J. afhenti mér viðurkenningu á Eddu-hátíðinni í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins sem fréttamanni ársins. Árið áður hafði ég verið tilnefndur en sigraði í þetta skipti og tileinkaði ég verðlaunin vinnufélögum mínum og baráttu okkar í þágu sjálfstæðrar fréttamennsku. Fjármálaráðherra fiskar í boði Kaupþings Í byrjun ágúst bárust fréttastofunni njósnir af því að Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra væri við laxveiðar í Grímsá í boði Kaupþings-Búnaðarbanka. Ekki held ég að við höfum lagt trúnað á þetta í byrjun því Kaupþing var ekki í miklum metum hjá Sjálfstæðismönnum og auðvitað leit það ekki vel út að fjármálaráðherra landsins þæði rándýra laxveiðiferð af stórfyrirtæki. Inga Lind Karlsdóttir, fréttamaður „landaði“ hins vegar fréttinni. Geir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.