Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 2 135 nótur meinlegrar fyndni og skops fer það aldrei yfir strikið og út í meinfýsi eða háð. Salka Valka á nýrri öld – eða aðdáendaspuni Ekki hlífir höfundur sínu ‘öðru sjálfi’ í lýsingum frekar en öðrum; svona birtist Eyja lesendum á fyrstu síðu bókarinnar: Álút með svartan hárflóka ofan í augun sem ljómuðu þegar hún var barn en eru ekki einu sinni brún lengur heldur sokk- in ofan í doða, grá slikja liggur yfir þeim og húðin er líka gráleit, á vöngunum og undir hökunni grillir í bólur. Hún hefur svínfitnað á örskömmum tíma, brjóstin þrýsta á stuttermabolinn sem er merktur bjórverksmiðju í Tékklandi. (5) Þetta er ófögur mynd af ungri konu sem komin er í alvarlegar ógöngur með líf sitt. Í stuttum en margræðum upphafs- kafla tekst Eyja á við móðurömmu sína sem hvetur hana til að yfirgefa áfengis- sjúklinginn sem hún kynntist í beitn- ingarskúr á Vestfjörðum og giftist í ein- hverju bríaríi og meðvirkni þótt hann sé tuttugu árum eldri, með dauðann og djöfulinn á bakinu, og hefði fátt að bjóða sem heillað gæti unga stúlku. Nema þá að sú hin sama þrái að lifa í skáldskap: En svo lét hún tilleiðast að stíga inn í ævintýrið hans. Hann var jú, eftir allt saman, söguhetja úr skáldsögu. Og hún vildi lifa eins og í skáldsögu. Sama þótt aðalsöguhetjan gerði sitt besta, strax eftir morgunbjórinn, til að líkja ýmist eftir Don Kíkóta, Ignatíusi í Aulabandalaginu eða Steinþóri í Sölku Völku. (55) Garrinn, löggiltur eiginmaður Eyju, á ýmislegt sameiginlegt með þeim síðast- nefnda enda býr persónan, líkt og Stein- þór Steinsson, yfir grófleika og grodda sem blandin eru „blæbrigðum sem stundum nálguðust ljóðrænu, svo heita mátti fullkomin andstæða við hið svola- lega kæríngarlausa látbragð hans“ svo vitnað sé í lýsingu Laxness.4 Þegar Eyja flytur til Garrans er hún „orðin sam- býliskona formannsins í beitningar- skúrnum. Sannur þorpari, sönn kona. Næsti bær við Sölku Völku“ (203).5 Mamma Eyju „kann ágætlega við Garrann, […] Hún laðast að sérkenni- lega hrjúfri hlýjunni í fari hans“ (31) enda eru þau eru jafnaldrar og sálu- félagar í þorstanum. Og mamma talar máli hans af samúð og skilningi þegar hann er allur og þá fyrst fréttir Eyja af því að þau hafi verið saman í meðferð og Garrinn trúað mömmu fyrir sorgum sínum löngu eftir að kvenleggurinn bjargaði dóttur hennar úr skáldskap hans – og raunveruleika. Breiðafjarðarillskan kemur til bjargar Amma, mamma, Rúna frænka – sem gengur undir heitinu Skíðadrottningin – taka höndum saman um að bjarga Eyju úr þeim ógöngum sem líf hennar er komið í. Henni býðst að fara til Sví- þjóðar til sumardvalar með Skíða- drottningunni; amma borgar brúsann með glöðu geði því það liggur á að forða dótturdótturinni frá Garranum. En Eyja er í heljargreipum meðvirkninnar og er alls ekki viss um að hún geti farið frá vesælli manneskju sem þarf á henni að halda – og sver hún sig þar í ætt við Ljósvíkinginn. Þegar stelpan þumbast við beitir amma beittasta vopninu og hittir á auman blett: „Ef þér er alveg fyrir munað að hugsa um sjálfa þig, viltu þá gera það fyrir mig að hugsa um skáldsöguna þína?“ (11). Og það vill stelpan, ekkert hefur sterkari tælingar- mátt en orðin og úrvinnsla þeirra. En þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.