Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 135
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2013 · 2 135
nótur meinlegrar fyndni og skops fer
það aldrei yfir strikið og út í meinfýsi
eða háð.
Salka Valka á nýrri öld – eða
aðdáendaspuni
Ekki hlífir höfundur sínu ‘öðru sjálfi’ í
lýsingum frekar en öðrum; svona birtist
Eyja lesendum á fyrstu síðu bókarinnar:
Álút með svartan hárflóka ofan í augun
sem ljómuðu þegar hún var barn en eru
ekki einu sinni brún lengur heldur sokk-
in ofan í doða, grá slikja liggur yfir þeim
og húðin er líka gráleit, á vöngunum og
undir hökunni grillir í bólur. Hún hefur
svínfitnað á örskömmum tíma, brjóstin
þrýsta á stuttermabolinn sem er merktur
bjórverksmiðju í Tékklandi. (5)
Þetta er ófögur mynd af ungri konu sem
komin er í alvarlegar ógöngur með líf
sitt. Í stuttum en margræðum upphafs-
kafla tekst Eyja á við móðurömmu sína
sem hvetur hana til að yfirgefa áfengis-
sjúklinginn sem hún kynntist í beitn-
ingarskúr á Vestfjörðum og giftist í ein-
hverju bríaríi og meðvirkni þótt hann sé
tuttugu árum eldri, með dauðann og
djöfulinn á bakinu, og hefði fátt að
bjóða sem heillað gæti unga stúlku.
Nema þá að sú hin sama þrái að lifa í
skáldskap:
En svo lét hún tilleiðast að stíga inn í
ævintýrið hans. Hann var jú, eftir allt
saman, söguhetja úr skáldsögu. Og hún
vildi lifa eins og í skáldsögu. Sama þótt
aðalsöguhetjan gerði sitt besta, strax eftir
morgunbjórinn, til að líkja ýmist eftir
Don Kíkóta, Ignatíusi í Aulabandalaginu
eða Steinþóri í Sölku Völku. (55)
Garrinn, löggiltur eiginmaður Eyju, á
ýmislegt sameiginlegt með þeim síðast-
nefnda enda býr persónan, líkt og Stein-
þór Steinsson, yfir grófleika og grodda
sem blandin eru „blæbrigðum sem
stundum nálguðust ljóðrænu, svo heita
mátti fullkomin andstæða við hið svola-
lega kæríngarlausa látbragð hans“ svo
vitnað sé í lýsingu Laxness.4 Þegar Eyja
flytur til Garrans er hún „orðin sam-
býliskona formannsins í beitningar-
skúrnum. Sannur þorpari, sönn kona.
Næsti bær við Sölku Völku“ (203).5
Mamma Eyju „kann ágætlega við
Garrann, […] Hún laðast að sérkenni-
lega hrjúfri hlýjunni í fari hans“ (31)
enda eru þau eru jafnaldrar og sálu-
félagar í þorstanum. Og mamma talar
máli hans af samúð og skilningi þegar
hann er allur og þá fyrst fréttir Eyja af
því að þau hafi verið saman í meðferð
og Garrinn trúað mömmu fyrir sorgum
sínum löngu eftir að kvenleggurinn
bjargaði dóttur hennar úr skáldskap
hans – og raunveruleika.
Breiðafjarðarillskan kemur til
bjargar
Amma, mamma, Rúna frænka – sem
gengur undir heitinu Skíðadrottningin
– taka höndum saman um að bjarga
Eyju úr þeim ógöngum sem líf hennar
er komið í. Henni býðst að fara til Sví-
þjóðar til sumardvalar með Skíða-
drottningunni; amma borgar brúsann
með glöðu geði því það liggur á að forða
dótturdótturinni frá Garranum. En Eyja
er í heljargreipum meðvirkninnar og er
alls ekki viss um að hún geti farið frá
vesælli manneskju sem þarf á henni að
halda – og sver hún sig þar í ætt við
Ljósvíkinginn. Þegar stelpan þumbast
við beitir amma beittasta vopninu og
hittir á auman blett: „Ef þér er alveg
fyrir munað að hugsa um sjálfa þig, viltu
þá gera það fyrir mig að hugsa um
skáldsöguna þína?“ (11). Og það vill
stelpan, ekkert hefur sterkari tælingar-
mátt en orðin og úrvinnsla þeirra. En þó