Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 10
K r i s t r ú n H e i m i s d ó t t i r
10 TMM 2013 · 2
við sögu og síðan Habermas og bandaríkjamaðurinn John Rawls sem báðir
gera upp síðari heimsstyrjöld með leit að forsendunum og viðmiðum fyrir
stjórnarfari frjálslynds velferðarmódels – í senn innan ríkja og meðal ríkja.
Ertu sammála því að Ísland hafi verið ósnortið af alvarleika þessa upp-
gjörs við glæpi gegn mannkyni og íslensk stjórnmál séu grunnhyggin að þessu
leyti?
„Við skulum byrja á lokaspurningunni; ég er að hálfu leyti sammála.
Snertingin við nútímann var snögg og yfirþyrmandi á Íslandi og landið fékk
sjokksnertingu fyrst og fremst frá og með hernáminu. Nútíminn helltist yfir
Ísland eins og hland úr fötu, sagði góðkunningi minn, Guðmundur Ólafs-
son (Lobbi), einu sinni, og hafði nokkuð til síns máls. Þetta auðveldaði ekki
málefnalega umræðu um það sem var að gerast á meginlandinu. Við það
bættist að kommúnisminn var langt í burtu og auðvelt að gleyma sumum
þáttum hans.
Þessir þættir voru ekki allir af sama tagi, og þar með er ég kominn
að spurningunni um alræðið. Ég get tæplega fallist á að þetta hugtak sé
höfuðatriði í röksemdafærslu minni en mikilvægt er það. Þess ber þó að gæta
að „alræði“ þýðir ekki það sama hjá öllum sem um það hafa skrifað. Minn
skilningur stendur nær frönskum höfundum, t.d. Cornelius Castoriadis og
Claude Lefort, en Hönnuh Arendt (þótt ég hafi auðvitað lært eitthvað af
henni). Alræðishugtakið snertir stjórnarfar og viðmið þess frekar en heil
þjóðfélög og ég mundi skilgreina það sem tvöfaldan samruna: samruna
pólitísks, efnahagslegs og hugmyndafræðilegs valds í höndum flokksríkisins,
og svo kröfu þessa þríeina valds til yfirráða yfir siðferði, lögum og þekkingu.
Þetta var „projekt“ frekar en fullkomnað kerfi, náði aldrei að umskapa allt
þjóðfélagið í sinni mynd, og skýrir meira á sumum tímabilum og í sumum
löndum en öðrum. Alræðið – eða alræðis-tendensinn – er sem sagt alltaf
hluti af flóknari samsteypu, og í bókinni sem við erum að ræða reyndi ég að
skilgreina hana nánar.
Kommúnisminn var ekki heilsteypt kerfi, ekki rökrétt beiting hugmynda-
fræði í ófrávíkjanlegu ferli, heldur samþætting margra sögulegra faktora –
mixtum compositum, mundum við segja á latínu. Það skýrir líka hvers vegna
þróunin í Kína eftir 1989 varð jafn ólík Rússlandi (og Austur-Evrópu) og
raun ber nú vitni. Alræðisstefnan á sér auðvitað eldri rætur en atburðarásina
eftir 1917. Einhvern tíma ekki löngu fyrir 1910 skrifaði Lenín – í grein fyrir
alfræðiorðabók! – að kenning Marx væri almáttug af því að hún væri sönn.
Marx hefði ekki tekið undir það, en í þessari staðhæfingu speglast pólitískur
kúltúr sem ekki takmarkaðist við Rússland, en náði meiri undirtökum þar
en annars staðar. Þennan jarðveg verðum við að taka með í reikninginn.
Á hinn bóginn er alræðisstefnan, eins og ég skil hana, sögulegt fyrir-
bæri – það þýðir að hún getur tekið breytingum, aðlagast kringumstæðum,