Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 77
Vi ð s t a ð l e y s u t a k þ ú m i n n i TMM 2013 · 2 77 metur einskis hagsmuni í aurum talda. Þessum heimi elskulegra og einatt broslegra sérvitringa og hins hreina tóns í list og líferni er stillt upp sem and- stæðu við uppblásna frægð söngvarans Garðars Hólm sem hefur flækt sig í þjónustu við ríkan kaupmann og hans firma og þá við heilan falsheim vafa- samra auglýsinga, svika og ágirndar. Á Íslandi brá mörgum lesanda í brún þegar þessi saga kom út: hvað vill höfundur segja með slíkum saknaðaróði til þess Íslands sem var? Gat hann ekki fundið sér brýnna viðfangsefni?22 En í Sovét-Rússlandi var Brekkukotsannál tekið afar vel. Gagnrýnandi hins virta bókmenntatímarits Novyj mir, Zlobina, skrifar til dæmis: Laxness trúir því að í listinni geti mannkynið endurheimt það samræmi sem sá heimur hefur glatað sem kom í staðinn fyrir Brekkukot og er fullur með harm- sögulegt misræmi. En hér er fleira á ferð; trú á það að til sé í heiminum söngur sem enginn verður samur eftir að hafa heyrt, trúin á hinn mikla tilgang listamannsins. Þessi trú gefur verkum Laxness sérstakt mikilvægi. Þessi verk hafa háleitu siðrænu hlutverki að gegna: þau kenna kærleik til mannsins.23 Hér má í túlkun rússnesks lesanda sjá staðleysu fagurs mannlífs með blessun listanna fá nokkur einkenni pólitískrar útópíu, jafnvel kristilegrar um leið. Verk Halldórs Laxness örva hugmyndir um það að með lítilli og „undarlegri“ þjóð geti þróast mannlíf sem með einhverjum hætti sé öfunds- vert. Vegna þess – eins og Steblin-Kamenskij skrifar í Menning Íslands að: „hjá smáþjóð er styttra á milli manna sem skipa ólíkan sess í samfélagi en hjá stórþjóð“.24 Auk þess er þá gert ráð fyrir því að þessi smáþjóð lifi sig með svo virkum hætti inn í orðsins list að hún lyfti sér hátt upp yfir andlausa og gráa lífsbaráttu. Hér verða undarleg tíðindi: það er sem sovéskir gagnrýnendur og höfundar reisubóka gleymi því um stund að Ísland er kapítalískt, vestrænt ríki á tímum harðra átaka og árekstra tveggja pólitískra kerfa. Þeir taka Ísland út fyrir það mynstur – sakir óskar sinnar um og viðleitni til að finna eigin vonum stað í heiminum. *** Þótt einkennilegt sé er sem Halldór Laxness og rússneskir lesendur hans hafi skipst á staðleysum. Fyrst fékk Halldór trú á hinni sovésku útópíu – og áður en lauk höfðu rússneskir lesendur hans gert sér úr verkum hans fagra mynd af Íslandi sem vettvangi óbrotins og góðkynja lífs, sem er laust við ofbeldi og grimmd. Á bak við þessa staðleysutrú, hvort heldur sem væri á Íslandi eða Rússland, má greina aðra von, ef til vill ekki um samfélag þar sem leyst hefur verið úr hverjum meiriháttar vanda, heldur útópíska von um samfélag sem ber lotningu fyrir bókmenntum og reynir að lifa í anda þess sem bestu skáld þess og rithöfundar hafa fram að færa. Við vitum að staðleysutrúin, útópisminn, á sér marga ókosti. Halldór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.