Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 143
Höfundar efnis:
Ari Jósefsson, 1939–1964. Ljóðskáld sem lést langt fyrir aldur fram. Árið 1961 kom út
eftir hann ljóðabókin Nei, sem tvívegis hefur verið gefin út aftur, nú síðast á þessu
ári.
Árni Bergmann, f. 1935. Rithöfundur, bókmenntafræðingur og fyrrverandi ritstjóri
Þjóðviljans. Síðasta bók hans var Glíman við Guð, 2008.
Árni Snævarr, f. 1962. Hann starfar hjá Sameinuðu þjóðunum á upplýsingaskrifstofu
þeirra í Brussel.
Bubbi Morthens, f. 1956. Tónlistarmaður.
Heimir Pálsson, f. 1944. Íslenskufræðingur og fyrrum lektor við Uppsalaháskóla í
Svíþjóð.
Ingi Björn Guðnason, f.1978. Bókmenntafræðingur og verkefnastjóri hjá Háskólasetri
Vestfjarða.
Jóna Ágústa Gísladóttir, f. 1968. Þjónustufulltrúi hjá Flugleiðum. Hún sendi árið 2008
frá sér bókina Sá einhverfi og við hin.
Kristrún Heimisdóttir, f. 1971. Lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri og fyrr-
verandi aðstoðarmaður ráðherra og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Magnús Bjarnason. f. 1960. Doktor í stjórnmálahagfræði.
Sigurður Örn Guðbjörnsson f. 1966, mannfræðingur, bókavörður og skáld. Hefur birt
greinar og ljóð í bókum og tímaritum.
Soffía Auður Birgisdóttir, f. 1959. Bókmenntafræðingur og starfar við Rannsóknar-
setur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði.
Soffía Bjarnadóttir, f. 1975. Bókmenntafræðingur.
Sverrir Norland, f. 1986. Rithöfundur og tónlistarmaður. Ljóðabók hans Með mínum
grænu augum kom út árið 2010.
Úlfhildur Dagsdóttir, f. 1968. Bókmenntafræðingur og verkefnastýra hjá Borgarbóka-
safni Reykjavíkur. Árið 2011 kom út eftir hana bókin Sæborgin: stefnumót líkama
og tækni í ævintýri og veruleika. Hún vinnur að bók um Medúsuhópinn.
Veturliði G. Óskarsson, f. 1958. Prófessor í norrænum fræðum við Uppsalaháskóla í
Svíþjóð.
Vésteinn Lúðvíksson, f. 1944. Síðasta bók hans var Enginn heldur utan um ljósið,
2010.
Þóra Jónsdóttir, f. 1925. Skáld. Ljóðabók hennar Hversdagsgæfa kom út árið 2010
Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir, f. 1954. Sagnfræðingur og rithöfundur. Síðasta bók
hennar var Með sumt á hreinu. Jakob Frímann Magnússon lítur um öxl, 2011.
Örn Daníel Jónsson, f. 1954. Prófessor í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum hjá Við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands.