Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 123
H e i t i p o t t u r i n n TMM 2013 · 2 123 braggahverfum borgarinnar og fljótlega fór að bera á biturleika og reiði. Lausnin fyrir Vesturbæinn fólst í að endurheimta byggðina til samræmis við skipulagstillögu Einars Sveinssonar. Með nokkuð kaldhæðnislegum hætti mætti segja að yfirlýsing Le Corbusiers, „arkitektúr eða bylting“, eigi við hér. Bæjaryfirvöld sameinuðust um að vinna úr vandanum, endur- heimta Hagatorgið sem miðpunkt hverfisins en það var að fullu horfið undir braggabreiðu. Við torgið voru byggðar þrjár veglegar byggingar til viðbótar við Mela- skólann sem Einar hafði hannað og þegar var byggður; Hótel Saga með til- komumiklum veitinga- og skemmtistað, Súlnasalnum og Grillinu, en húsið, „Bændahöllin“, var stórmannlegt framlag bænda eins og nafnið ber með sér; Háskólabíó, menningarsetur með aðstöðu fyrir sinfóníuhljómsveit og stærsta sýningartjald Evrópu að sögn; Neskirkja sem var byggð í anda Le Corbusiers. Torginu var síðan gefið rými í samræmi við hugmyndir Einars um borgarhverfi. Auðvitað væri ofsagt að Hótel Saga, Háskólabíó og Nes- kirkja hafi verið leið til að koma í veg fyrir byltingu. Réttara væri að segja að verkefnið hafi verið einarðleg yfirlýsing um nútímavæðingu og framlag til þeirra umskipta sem voru að eiga sér stað. Reykjavík var að verða borg. Sundlaugin „Kaupstaðir og þorp úti á landi hafa sínar eigin sundlaugar. Er ekki sjálfsagt og eðlilegt að Vesturbærinn, með um það 18 þúsund íbúa hafi einnig sína eigin sundlaug? 20 Sund var hluti af skólaskyldu og börnum í Vesturbænum var ætlað að sækja námið í Sundhöllina. Þörfin var augljós en samt sem áður tók það tíu ár að byggja Vesturbæjarlaugina og hún var að þónokkrum hluta byggð fyrir frjáls framlög.21 Tíðarandinn og í raun öll umgjörð daglegs lífs gjörbreyttist á þeim aldar- fjórðungi sem leið frá því að Sundhöllin var tekin í notkun og þangað til Vesturbæjarlaugin opnaði árið 1961. Ef Sundhöllin var spartönsk og hugsuð sem slík, þá hafði laugin í Vesturbænum yfir sér hedónískt yfirbragð.22 Megintilgangurinn með sundlauginni í Vesturbæ, þegar ákvörðun var tekin um byggingu hennar, var sundkennsla barna. En þegar árin liðu varð hlutverkið annað og meira. Auknar væntingar, vaxandi velmegun og aukin bjartsýni voru nánast meitlaðar í arktitektúr laugarinnar. Anddyrið var skreytt með innsetningu eftir Barböru Árnason, hvolf með sterkri Mið- jarðar hafstilvísun, djúpbláir veggir og líðandi bárur. Tilkomumest var þó gríðarstórt skrautfiskabúr. Ári eftir opnun sýndu fegurðardísir þar nýjustu sund fatatískuna.23 Richard Sennet skilgreinir borg sem stað þar sem líklegt sé að ókunnugir eigi það til að mætast.24 Aðdráttarafl borgarinnar felst að vissu leyti í þessu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.