Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 123
H e i t i p o t t u r i n n
TMM 2013 · 2 123
braggahverfum borgarinnar og fljótlega fór að bera á biturleika og reiði.
Lausnin fyrir Vesturbæinn fólst í að endurheimta byggðina til samræmis
við skipulagstillögu Einars Sveinssonar. Með nokkuð kaldhæðnislegum
hætti mætti segja að yfirlýsing Le Corbusiers, „arkitektúr eða bylting“, eigi
við hér. Bæjaryfirvöld sameinuðust um að vinna úr vandanum, endur-
heimta Hagatorgið sem miðpunkt hverfisins en það var að fullu horfið undir
braggabreiðu.
Við torgið voru byggðar þrjár veglegar byggingar til viðbótar við Mela-
skólann sem Einar hafði hannað og þegar var byggður; Hótel Saga með til-
komumiklum veitinga- og skemmtistað, Súlnasalnum og Grillinu, en húsið,
„Bændahöllin“, var stórmannlegt framlag bænda eins og nafnið ber með
sér; Háskólabíó, menningarsetur með aðstöðu fyrir sinfóníuhljómsveit og
stærsta sýningartjald Evrópu að sögn; Neskirkja sem var byggð í anda Le
Corbusiers. Torginu var síðan gefið rými í samræmi við hugmyndir Einars
um borgarhverfi. Auðvitað væri ofsagt að Hótel Saga, Háskólabíó og Nes-
kirkja hafi verið leið til að koma í veg fyrir byltingu. Réttara væri að segja að
verkefnið hafi verið einarðleg yfirlýsing um nútímavæðingu og framlag til
þeirra umskipta sem voru að eiga sér stað. Reykjavík var að verða borg.
Sundlaugin
„Kaupstaðir og þorp úti á landi hafa sínar eigin sundlaugar. Er ekki sjálfsagt
og eðlilegt að Vesturbærinn, með um það 18 þúsund íbúa hafi einnig sína eigin
sundlaug? 20
Sund var hluti af skólaskyldu og börnum í Vesturbænum var ætlað að sækja
námið í Sundhöllina. Þörfin var augljós en samt sem áður tók það tíu ár að
byggja Vesturbæjarlaugina og hún var að þónokkrum hluta byggð fyrir frjáls
framlög.21
Tíðarandinn og í raun öll umgjörð daglegs lífs gjörbreyttist á þeim aldar-
fjórðungi sem leið frá því að Sundhöllin var tekin í notkun og þangað til
Vesturbæjarlaugin opnaði árið 1961. Ef Sundhöllin var spartönsk og hugsuð
sem slík, þá hafði laugin í Vesturbænum yfir sér hedónískt yfirbragð.22
Megintilgangurinn með sundlauginni í Vesturbæ, þegar ákvörðun var
tekin um byggingu hennar, var sundkennsla barna. En þegar árin liðu varð
hlutverkið annað og meira. Auknar væntingar, vaxandi velmegun og aukin
bjartsýni voru nánast meitlaðar í arktitektúr laugarinnar. Anddyrið var
skreytt með innsetningu eftir Barböru Árnason, hvolf með sterkri Mið-
jarðar hafstilvísun, djúpbláir veggir og líðandi bárur. Tilkomumest var þó
gríðarstórt skrautfiskabúr. Ári eftir opnun sýndu fegurðardísir þar nýjustu
sund fatatískuna.23
Richard Sennet skilgreinir borg sem stað þar sem líklegt sé að ókunnugir
eigi það til að mætast.24 Aðdráttarafl borgarinnar felst að vissu leyti í þessu,