Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 84
M a g n ú s B j a r n a s o n 84 TMM 2013 · 2 Íslendingum er einnig heimilt að stofna fyrirtæki í hvaða landi EES sem er og EES-ríkisborgarar mega gera hið sama á Íslandi. Frjálsir fjármagnsflutningar tákna að ekki má setja höft gegn inn- og útflutn ingi fjármagns. EES-aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, mega flytja fé og fjárfesta hvar sem er innan EES. Við efnahagshrunið 2008 hætti Ísland að virða þessa reglu. Þegar þetta er ritað, fjórum árum síðar, hafa íslensk stjórnvöld ekki enn úr því bætt. Þjónustufrelsi þýðir að einstaklingar og fyrirtæki mega kaupa og selja þjónustu hvar sem er innan EES á sömu forsendum og á við um þjónustu selda af innlendum aðilum. Dæmi um frjálsa vöruflutninga gæti t.d. verið: Íslendingur ferðast um Evrópu og sér bíl framleiddan í Tékklandi á góðu verði. Honum er full- heimilt að kaupa bílinn og flytja hann heim tollfrjálsan, enda borgi hann af honum bifreiðagjöld og skatta skv. íslenskum reglum þegar bíllinn er skráður á íslenskt númer. Skattamál, s.s. bifreiðagjöld, eru nefnilega ekki samræmd, hvorki innan EES né ESB. En ef sami maður ætlar að taka með sér lambakjöt sem hann keypti t.d. í Grikklandi eða í Finnlandi, þá gilda þar um ekki lengur EES-reglurnar um frjálsan innflutning. Dæmi um frjálsa för vinnuafls gæti t.d. verið Íslendingur sem fer til Þýskalands og opnar þar skartgripaverslun, eða Pólverji sem ræður sig til starfa sem strætisvagnastjóri í Reykjavík, eins og um heimamann væri að ræða. Dæmi um frjálsa fjár- magnsflutninga gæti t.d. verið erlent fyrirtæki sem opnar útibú á Íslandi og flytur til landsins nauðsynlegt fjármagn til að koma rekstrinum af stað, eða t.d. íslenska útrásin, þar sem Íslendingar voru í óða önn að fjárfesta í Evrópu og annars staðar. Dæmi um þjónustufrelsi gæti svo verið t.d. Ítali sem hefur samband við íslenskt tryggingarfélag og vill kaupa sér brunatrygg- ingu fyrir hús sitt sem hann býr í á Ítalíu. Það er ekkert sem bannar honum slíkt, en tryggingin þarf að uppfylla ítalskar reglur um tryggingar sem gerir söluaðilanum að vissu leyti erfitt fyrir ef hann er ekki með útibú á Ítalíu sem sérhæfir sig í reglum landsins. Skv. EES-reglum er ekkert því til fyrirstöðu að banki í einu EES-ríki opni dótturfyrirtæki eða útibú í öðru EES-ríki að því tilskildu að reglum fjármálaeftirlits sé fylgt, enda hefur það oft verið gert, t.d. Landsbankinn í Lúxembúrg, Deutsche Bank í Belgíu og margir fleiri. Ástæða þess að ekki eru erlendir bankar með útibú á Íslandi núna, með vísan til EES-reglna, er því ekki sú að það sé bannað, heldur eru einfaldar viðskiptalegar ástæður fyrir því, s.s. smæð markaðarins. Eigi að síður, alveg fram að efnahagshruninu 2008, notuðu margir Íslendingar sér reglur um frjálst flæði fjármagns innan EES og tóku erlend lán, oft í gegnum íslenska banka sem milliliði. Þannig notfærðu þeir sér lægri vexti erlendis. Eins voru margir erlendir aðilar sem fjárfestu hérlendis í íslenskum skuldabréfum til að notfæra sér hærri vexti hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.