Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 35
T ú r i n n TMM 2013 · 2 35 svikinn af því að hafa hann í vinnu. Lávarðurinn taldi alla menn eiga að fá tækifæri aftur í lífinu og réð hann á staðnum eftir að hafa lesið bréfið. Það kom í ljós að Guðmundur var fljótastur um borð að beita og fyrir vikið litu strákarnir upp til hans. Á hverjum degi kom hann til mín þegar hann var búinn að beita sjálfur og hjálpaði mér. Og sagði við mig lágri röddu: Ég var jafngamall og þú þegar ég byrjaði á sjó. Dagurinn þegar brauðið kom fljúgandi útá dekk – það var sami dagurinn og þegar við sáum hvalina. Þeir virtust vera að leika sér. Þessar skepnur sem voru mörg tonn á þyngd stukku uppúr sjónum einsog fyrir einhverja töfra. Öll áhöfnin starði frá sér numin. Þarna lyfti hver hvalurinn sér eftir annan uppúr hafinu eins og ballettdansari í búningi úr skeljum og svörtu leðri. Og gerðu grín að þyngdarlögmálinu. Skullu með háværum dynk oná hafflötinn, blésu gleði sína upp um öndunaropin í hvítum úða uppí loftið með háværu hvissi líkt og þeir væru að flissa. Þá kom brauðið allt í einu fljúgandi einsog það væri að reyna að vekja á sér athygli: Hei, sjáiði, ég get líka! Við snerum okkur við og störðum furðulostnir. Þarna kom annað seytt rúgbrauð og skall á dekkinu. Það var eins og búrið væri andsetið. Svo kom fljúgandi læri og hryggur. Nei, vá, sjáðu: Bíldudals grænar baunir fljúga líka! Rauðkálskrukka splundraðist á dekkinu og litaði viðinn líktog fjólublátt regn hefði fallið á dekkið. Við stóðum allir stjarfir. Í stutta stund sem virtist samt aldrei ætla að líða biðum við og störðum: Hvað kæmi næst? Þá kom hann út, rólegur með gljáandi augu í snjáðum svörtum jakkafötum og á sokkaleistunum, kokkurinn, með vindil í kjaftinum og tösku í hægri hendi en risastóran búrhníf í þeirri vinstri. Hann lyftir vinstri hendi upp og bendir með hnífnum á mig og segir: Heyrðu strákur, hringdu á leigubíl. Ég lít í kringum mig. Enginn segir neitt. Kokkurinn stígur eitt skref fram og hækkar róminn: Strákur, hringdu á leigubíl! Síðan brosir hann brosi sem er ekki alveg svona bros sem menn eru vanir að sjá. Þetta er bros sem hangir á andlitinu og grátbiður um hjálp. Í rauninni hangir það þar uppá líf og dauða. Þetta bros skortir úthald til þess að lifa. Þarna sé ég allar martraðir kokksins undanfarin ár synda í augum hans. Ég veit ekkert hvað ég á að gera þegar ég heyri hvíslað lágri röddu: Segðu já. Guðmundur er kominn að hlið mér og ég segir já og horfi í augun á kokkinum – sem eru ekki þarna þó að þau séu föst við andlitið – og hækka svo róminn: Já, ég hringi á leigubíl. Þá brosir kokkurinn og segir: Þær vilja þá bara stælta. Setur töskuna á dekkið og tekur vindilinn útúr sér, horfir á hann eins og hann viti ekki hvernig stendur á honum þarna á milli fingra sér. Guðmundur gengur hægt og rólega að honum. Kokkurinn lítur á hann: Hvað vilt þú, vinurinn? og otar hnífnum að honum. Bara láta þig vita að það er á tali hjá Hreyfli, segir Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.