Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 64
Þ ó r u n n E r l u o g Va l d i m a r s d ó t t i r 64 TMM 2013 · 2 og demographiu eða lýðfræði. Í þessu hugmyndahúsi eru virkilega spennandi klassískar bækur sem ég las á sínum tíma eins og bækur Aries og snilldar- verk Foucaults Saga geðveikinnar. Önnur tímavíddin er sú hefðbundna og venjulega viðburðasaga sem François Simiand kallaði histoire événementielle. Þriðja tímavíddin er míkrósaga, sem skoðar fyrirbæri í þröngri tímavídd til hlítar. Í stóru verki eins og sagnfræðilegri ævisögu sýslar maður með þessar víddir allar. Músurnar og aðferðafræði minna sagnfræðirita Mín kynslóð upplifði ekki aðeins einstaka blómstrandi nýsköpun í popp- músík heldur líka í sagnfræðinni. Mig langaði að beita nýjum aðferðum í íslenskri sagnfræði, nota ný meðul hversdagssögu og láta heimildir tala á ferskan hátt. Ég var innblásin af þessari hversdagsnálgun í Sveitinni við sundin. Sögu búskapar í Reykjavík, Sögufélag 1986 og í Snorra á Húsafelli, Almenna bókafélagið 1989. Síðarnefnda bókin sló í gegn, hún seldist í meira en átta þúsund eintökum og var tilnefnd til fyrstu íslensku bókmenntaverð- launanna. Harður dómur Más Jónssonar, félaga míns, um seinni bókina í TMM meiddi mig hins vegar svo mikið að ég gat ekki skrifað sagnfræði í næstum áratug. Afréð ég því að hoppa yfir rafmagnsgirðinguna í vídd bók- menntanna og freista þess að lifa þar. Sem tókst. Svo fór ég smám saman að sinna sagnfræðinni aftur. Ég skrifaði helm- inginn af Aldarsögu L.R. Sú bók hvarf að mestu. Sama gildir um Kristni á Íslandi, þar sem ég skrifaði hálfa fjórðu bókina, nítjándu öldina. Hún var greidd af Alþingi og því líka felubók sem enginn veit af og enginn les. Þar reyndi ég að nálgast hversdagsleika trúariðkunar og skrifa skemmtilega, en var bundin af því að vera leigupenni sitjandi endalausa fundi með alvar- legum sagnfræðingum sem roðnuðu og þrútnuðu til skiptis undir endalausri ritstjórn í stíl við opinberar skriftir í sænskum stíl. Ég fékk visst áfall þá við að átta mig á því að sagnfræðingar tuttugustu aldar höfðu verið svo vinstrisinnaðir að þeir létu sem kristni hefði ekki verið til í Íslandssögunni. Kristnin er kjarni hugmyndasögu okkar í þúsund ár og ekkert minna. En í þessari vinnu varð ég hugfangin af Matthíasi Jochumssyni, þjóðskáldi og byltingarpresti, sem innleiddi hér frjálsa guðfræði, og má þakka það að 80% þjóðarinnar trúir hér á sinn óræða frjálsa hátt, miklu hærra hlutfall en í öðrum vestrænum löndum. Matti kenndi að Biblían væri ljóðabók en gott að trúa samt. Um 1900 kom fyrsti sértrúarflokkurinn til landsins, KFUM, og þeir drengir hópuðust í guðfræði eftir að H.Í. opnaði fleiri menntunarleiðir. Þeir drógu kirkjuna inn í fornari credo aftur eftir 1950, en eftir situr samt í þjóðinni leyfið sem Matthías gaf okkur til að trúa á eigin forsendum en ekki bókstafsins og njóta arfs trúarmenningar okkar komplexalaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.