Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 108
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 108 TMM 2013 · 2 atriðum sömu fagurfræði. Slík hópstarfsemi er eitt af skilgreiningaratriðum framúrstefnuhreyfinga, en segja má að Medúsuhópurinn sé fyrsti alvöru bókmennta-framúrstefnuhópurinn sem starfað hefur á Íslandi.2 Súm- hópurinn (frá 1965), sem einnig má flokka sem framúrstefnuhóp, innihélt auk myndlistarmanna nokkur skáld. Þar var þó mesta áherslan á myndlist, öfugt við Medúsu sem byggðist aðallega á ritstörfum, þrátt fyrir að myndlist og leikhúsgjörningar ýmiskonar hafi einnig verið þáttur í starfseminni.3 Þrátt fyrir þetta varð hópurinn ekki til í tómarúmi, en fyrirmyndir sóttu Medúsumenn aðallega til myndlistarmannsins Alfreðs Flóka, sem Sjón dáði sérstaklega, og ljóðskáldsins Jóhanns Hjálmarssonar. Framúrstefna á Íslandi? Fram til ársins 1979 hafði framúrstefna ekki verið sérlega áberandi bók- mennta legt fyrirbæri á Íslandi, allavega ekki í því skýrt skilgreinda formi sem hún var iðkuð hvað mest í Evrópu – og víðar um heim. Benedikt Hjartarson hefur kortlagt íslenska framúrstefnu í nokkrum greinum og bendir á að innan lista hafi framúrstefnur átt erfitt uppdráttar og ekki náð að marka sér spor.4 Ástæðan fyrir því er ekki síst fámennið, framúrstefnurnar voru jaðar- fyrirbæri innan módernismans,5 sem lengi framan af var umdeildur og jafn- vel illa þokkaður, eins og umræðan hér á Íslandi sýnir. Það var einfaldlega ekki rými fyrir róttækari sýn, né deildu þau skáld og listamenn sem höll uð- ust að módernismanum endilega sömu fagurfræði, en slíkt er grundvallar- atriði þegar kemur að framúrstefnuhópum. Þegar módernisminn fer að birtast hér í skáldskap og myndlist á fyrri hluta aldarinnar er í fyrstu um fáein dæmi að ræða sem þóttu forvitnileg en náðu ekki að setja mark sitt á menninguna að ráði. Það er ekki fyrr en á árunum eftir stríð, þegar abstrakt- málverkið verður áberandi, sem virkilega skapast menningarlegur grunnur fyrir nýja fagurfræðilega sýn. Á sama tíma er atómljóðið að koma fram, en vissulega má segja að atómskáldskapurinn hafi borið með sér nokkur merki framúrstefnu, þótt hann tilheyri fyrst og fremst módernisma.6 Atóm- skáldin hópuðu sig þó ekki formlega saman undir merkjum sameiginlegrar yfirlýsingar, eins og til dæmis Septem-hópurinn innan myndlistarinnar. Það er því ekki fyrr en með Medúsu sem raunverulega er hægt að tala um framúrstefnuhóp í bókmenntum og svo virðist sem á þessum tíma pönksins hafi loks myndast nægilega öflugur grundvöllur fyrir þá ögrandi heimssýn sem í hugtakinu felst. Hinsvegar hefur Benedikt bent á að þrátt fyrir að framúrstefna hafi ekki sett mark sitt á íslenskar listir á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, á sama hátt og hún olli ýmiskonar umróti í Evrópu, hafi hugmyndin um hana ekki verið víðs fjarri, en í greininni „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáendum: Um upphaf framúrstefnu á Íslandi“ (2006) rekur hann hvernig hugtakið framúrstefna dúkkaði upp í menningarumræðu, og þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.