Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 108
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
108 TMM 2013 · 2
atriðum sömu fagurfræði. Slík hópstarfsemi er eitt af skilgreiningaratriðum
framúrstefnuhreyfinga, en segja má að Medúsuhópurinn sé fyrsti alvöru
bókmennta-framúrstefnuhópurinn sem starfað hefur á Íslandi.2 Súm-
hópurinn (frá 1965), sem einnig má flokka sem framúrstefnuhóp, innihélt
auk myndlistarmanna nokkur skáld. Þar var þó mesta áherslan á myndlist,
öfugt við Medúsu sem byggðist aðallega á ritstörfum, þrátt fyrir að myndlist
og leikhúsgjörningar ýmiskonar hafi einnig verið þáttur í starfseminni.3
Þrátt fyrir þetta varð hópurinn ekki til í tómarúmi, en fyrirmyndir sóttu
Medúsumenn aðallega til myndlistarmannsins Alfreðs Flóka, sem Sjón dáði
sérstaklega, og ljóðskáldsins Jóhanns Hjálmarssonar.
Framúrstefna á Íslandi?
Fram til ársins 1979 hafði framúrstefna ekki verið sérlega áberandi bók-
mennta legt fyrirbæri á Íslandi, allavega ekki í því skýrt skilgreinda formi sem
hún var iðkuð hvað mest í Evrópu – og víðar um heim. Benedikt Hjartarson
hefur kortlagt íslenska framúrstefnu í nokkrum greinum og bendir á að
innan lista hafi framúrstefnur átt erfitt uppdráttar og ekki náð að marka sér
spor.4 Ástæðan fyrir því er ekki síst fámennið, framúrstefnurnar voru jaðar-
fyrirbæri innan módernismans,5 sem lengi framan af var umdeildur og jafn-
vel illa þokkaður, eins og umræðan hér á Íslandi sýnir. Það var einfaldlega
ekki rými fyrir róttækari sýn, né deildu þau skáld og listamenn sem höll uð-
ust að módernismanum endilega sömu fagurfræði, en slíkt er grundvallar-
atriði þegar kemur að framúrstefnuhópum. Þegar módernisminn fer að
birtast hér í skáldskap og myndlist á fyrri hluta aldarinnar er í fyrstu um
fáein dæmi að ræða sem þóttu forvitnileg en náðu ekki að setja mark sitt á
menninguna að ráði. Það er ekki fyrr en á árunum eftir stríð, þegar abstrakt-
málverkið verður áberandi, sem virkilega skapast menningarlegur grunnur
fyrir nýja fagurfræðilega sýn. Á sama tíma er atómljóðið að koma fram,
en vissulega má segja að atómskáldskapurinn hafi borið með sér nokkur
merki framúrstefnu, þótt hann tilheyri fyrst og fremst módernisma.6 Atóm-
skáldin hópuðu sig þó ekki formlega saman undir merkjum sameiginlegrar
yfirlýsingar, eins og til dæmis Septem-hópurinn innan myndlistarinnar.
Það er því ekki fyrr en með Medúsu sem raunverulega er hægt að tala um
framúrstefnuhóp í bókmenntum og svo virðist sem á þessum tíma pönksins
hafi loks myndast nægilega öflugur grundvöllur fyrir þá ögrandi heimssýn
sem í hugtakinu felst.
Hinsvegar hefur Benedikt bent á að þrátt fyrir að framúrstefna hafi ekki
sett mark sitt á íslenskar listir á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, á sama
hátt og hún olli ýmiskonar umróti í Evrópu, hafi hugmyndin um hana ekki
verið víðs fjarri, en í greininni „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði,
vitum og sjáendum: Um upphaf framúrstefnu á Íslandi“ (2006) rekur hann
hvernig hugtakið framúrstefna dúkkaði upp í menningarumræðu, og þá