Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 65
A f l a n d a m æ r a h é r u ð u m C l i o o g b ó k m e n n t a g y ð j a n n a TMM 2013 · 2 65 Bókin mín um Matthías tók fimm ár af ævi minni. Ég er stolt af henni, til dæmis því að hafa bent á að Kvöldfélagið var alveg jafn merkilegt og víðara en menningarklíkan Fjölnismenn. Og að hafa dregið upp mynd af alhliða lífi prests og poppskálds á nítjándu öld, alveg eins og ég gerði með Snorra á þeirri átjándu. Matthíasarbók seldist í mörg þúsund eintökum líka. Ég er enn að róta í orku minni og spyrja hvort ég hafi úthald í fleiri svona bækur. Er í bili skotin í Skúla Magnússyni. Fyrir aldamótin tók ég míkro-sagnfræðilega dýfu með því að skoða öll dagblöð ársins 1900 og draga upp stutta, en afar upplýsandi mynd af Íslandi, samskiptum, fréttavitund og skynjun þess á umheiminum í Horfnum heimi. Árið 1900 í nærmynd. Gat aftur látið stílvopnið geysa frjálst því að enginn var að starfrækja mig, vann samt eins og alltaf samviskusamlega fræðivinnu og hékk trygg í pilsi Clíó. Án strangra vísana er fræðimennska botnlaus og gagnast ekki. Farið er að þrengja að enskum sagnfræðingum sem skrifa fyrir almenning án tilvísana svo að þeir verða að skrifa aðra bók fyrir fræðimenn. En það er álag að skrifa tvær bækur þegar enginn vandi er að skrifa skemmtilega fræðibók sem vísar vel til heimilda. Ein tilvísun í efnisgrein sem vísar í fimm til átta ólíka texta hefur mér alltaf þótt góð fræðimennska, það sýnir að maður nennir að hugsa. Ég safna tilvísunum einnar efnisgreinar saman í eitt númer til að stuða augað sem minnst. Þegar sagnfræðingur vísar í eina heimild í mörgum línum eða hvað þá hálfa síðu eða eins og maður sér stundum í margar síður er eiginlega um ritstuld að ræða. Og það er svo slöpp og löt hugsun. Úrdráttur og endursögn. Það er ekki sagnfræði, Clio er ekki að vinna vinnuna sína þegar hún sleppir því að greina – bara safnar og segir frá. Loftur Guttormsson sagði í ritdómi að ég hefði brotið blað hér í þessum stóra hrepp, Íslandi, í Snorra á Húsafelli. Sögu frá átjándu öld. Nýtti mér það sem annalskólinn franski kenndi, að brúka heimildir um hversdagssögu til að sviðsetja, fann föt tímans, skírnarformúlu, kirkjuúttekt, almennar hvers dagssöguheimildir til þess að lífga við sögu hetjunnar. Bjó til veður og lýsti því hvernig einhver reið yfir mýri. Notaði heimildir um Skálholtsstað og lífið þar og húsakost til að mynda umgjörð utan um skólaár Snorra. Ég notaði almennar heimildir um öldina, skreytti kringum það sem var hvers- dagslegt og færði lesenda nær, en braut þó aldrei eið sagnfræðingsins um sannleikann. Sagði í mesta lagi að hér gæti viðkomandi verið að velta þessu fyrir sér. Notaði alltaf tilgátu nálgun þar sem ég var að spekúlera. Hann átti geitaskinnsbuxurnar sem ég lýsti, það kom fram við uppgjör á eigum hans og í það skjal vísaði ég í neðanmáls. Ég var nýlega beðin um að skrifa librettó fyrir tónskáld sem mér þykir vænt um. Búið var að leggja drög að söguþræði á landnámsöld og ég átti að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.