Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 128
128 TMM 2013 · 2 Jóna Ágústa Gísladóttir Fiðrildi Fiðrildið hamast fyrir utan gluggann eins og það þrái ekkert heitar en að komast inn. Það er ekki rautt og grænt og fjólublátt eins og útlensku fiðrildin sem Alda hefur séð í bíómyndum og bókum. Þetta fiðrildi er grábrúnt. Alís- lenskt grábrúnt fiðrildi. Eða er þetta kannski mölfluga? Alda er ekki viss en það skiptir ekki máli. Hún nýtur þess bara að fylgjast með fiðrildinu eða mölflugunni flögra í hring milli þess sem hún potar annars hugar í matinn á disknum fyrir framan sig og veltir honum fram og til baka með gafflinum. Ætlar þú ekki að borða neitt, elskan? segir mamma. Orðin eru vinsamleg en röddin ber vott um óþolinmæði. Hún stendur við eldhúsvaskinn með gula gúmmíhanska sem eru of stórir á smáar hendur hennar og granna handleggi. Hún skrúbbar vaskinn að innan með grænum uppþvottabursta sem er með hvít hár öðrum megin og vírhár hinum megin. Hún skrúbbar og skrúbbar og nuddar svo fast að brjóstin á henni dúa undir rósóttri blússunni. Öðru hverju hættir hún að nudda og strýkur dökkan hárlokk frá augunum með framhandleggnum. Hún vill ekki snerta nýlagt hárið með skítugum gúmmíhönskunum. Alda fylgist með mömmu og hugsar um hvað hún sé falleg. Þegar hún brosir skín í hvítar tennurnar og augu hennar ljóma svo mikið að Alda er næstum viss um að þau gætu lýst í myrkri. Það er leiðinlegt hvað hún brosir sjaldan. Ljóminn í augunum hefur líka dofnað svolítið finnst Öldu. En hún er samt langfallegasta mamman sem hún þekkir. Alda þekkir kannski ekki margar mömmur en hún sér þær í búðinni með börnin sín, úti á götu þegar hún er að ganga heim úr skólanum og á bókasafninu. Uppáhaldsstaður Öldu í öllum heiminum er bókasafnið. Þangað fer hún hvenær sem tækifæri gefst. Næstum alla daga eftir skóla. Stundum sest hún við borð og gerir heimaverkefnin sín. Aðra daga safnar hún saman nokkrum af uppáhaldsbókunum sínum og hreiðrar um sig í barnahorninu við gluggann þar sem er fullt af mjúkum, stórum púðum í öllum regnbogans litum. Púðarnir hafa allir ísaumuð dýraandlit. Sá rauði hefur kisuandlit, sá bleiki er hundur, sá græni froskur. Fíllinn og flóðhesturinn eru báðir bláir. Mamma veit ekki af þessum bókasafnsferðum hennar. Ekki eftir að Alda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.