Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 55
Á l f u r TMM 2013 · 2 55 og-baunir-túkall-takti. Kærastan mín myndi aldrei banka þannig. Ég dreg þá ályktun að hér sé aðkomumaður á ferð. Mér er mjög illa við að fá gesti. Mér finnast svo margir hafa margt að segja, en litlu að miðla. Sjálfur hef ég aldrei neitt að segja. Ef mér dettur eitthvað í hug að segja þá skrifa ég það bara niður, og mér dettur aldrei neitt í hug. Ég er við það að ljúka upp hurðinni þegar mér verður fyrir tilviljun litið niður á typpið mér. Typpið á mér er nú ekkert sérstaklega stórt, en af einhverjum ástæðum sveiflast það nú mjög glannalega á milli snjóhvítra læranna eins og sláturkeppur. Ég þarf að styðja mig við vegginn til að ná jafnvægi. Ég læt mér þetta að kenningu verða og klæði mig í snarhasti í rauðan kímónóslopp af kærustunni minni. Siðmenntaðar manneskjur koma ekki allsberar til dyra, allra síst viðkvæm skáld. Aftur er bankað, mjög einarðlega, enn í sama óþolandi saltkjöt-og-baunir- túkall-stílnum. „Ég er að koma!“ æpi ég og stika rösklega út þröngan ganginn sem liggur að hurðinni. Vegna hækkandi afbrotatíðni í hverfinu okkar höfum við kærastan mín nýlega látið setja spánnýjan lás á hurðina, mjög sterkan og traustan. Nú er óhugsandi að ljúka henni upp, jafnt að innan- sem utanverðu, nema með þartilgerðum lykli og sérstakri tækni. Ég geng með lykilinn minn í gylltri keðju sem ég hef hengt um hálsinn og nú seilist ég eftir honum og byrja að beita þeirri sérstöku tækni sem verkið krefst. Lásameistarinn útskýrði vandlega fyrir mér og af sjaldgæfri þolinmæði hvernig hann hefði búið um hnútana. Samt gengur mér brösuglega með þetta. Ég er svo sveittur á hönd- unum að ég næ ekki á lyklinum því góða taki sem verkið krefst. „Ætlarðu aldrei að opna!“ Ég þerra mesta svitann úr lófunum í kímónósloppinn, dreg andann djúpt. Súrefnið hjálpar mér að reka lykilinn inn í skráargatið. Ég sný honum einu sinni snöggt til hægri, enda þótt ég viti vel að ég eigi að snúa honum til vinstri, síðan sný ég honum aftur til hægri, og svo aftur til hægri, og svona gengur þetta fyrir sig alllengi, eða þangað til ég er byrjaður að skjálfa af örvæntingu, enn á leið til hægri. „Ég hef ekki hugsað mér að standa hér í allan dag!“ Hugsanirnar hrúgast upp í höfðinu á mér án þess að ég nái að vinna úr nokkurri þeirra. Ískaldur sviti sprettur fram á öllum líkamanum. Lykill- inn situr pikkfastur í skáargatinu! Að lokum lympast ég stynjandi niður á viðarflísarnar. Ég heyri skapvonskulegt fótatak fjara út í stigaganginum. „Aldrei hef ég vitað aðra eins vanvirðingu!“ heyrist æpt og síðan hastarlegur hurðarskellur niðri. Ég er skiljanlega mjög sleginn yfir þessari hröðu atburðarás. Fyrir stundu vappaði ég um í makindum, lepjandi mangóís, en nú ligg ég örvilnaður í rauðum kímónóslopp á gólfinu, fangi í eigin íbúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.