Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 111
„ A ð v e r a m e ð f u l l r i u n d i r m e ð v i t u n d“ : u m M e d ú s u h ó p i n n
TMM 2013 · 2 111
í formi gjörninga en þeir félagar komu fram í glæsilegum grímubúningum
og stóðu fyrir upplestri, harmoníkuspili og sælgætisáti. Árið 1984 var hljóm-
sveitin Kukl stofnuð, sem innihélt meðlimi utan og innan við Medúsu.
Sama ár var stærsta verkefni Skruggubúðar, sýningin ,Við étum ekki þetta
brauð‘, og var henni stefnt gegn trúarlegri sýningu á Kjarvalsstöðum.
Þar komu fram listamenn frá öllum heimshornum, og haldnir voru upp-
lestrar, kvikmyndasýningar og tónleikar. Að hætti súrrealista og annarra
framúrstefnuhópa döðruðu meðlimir Medúsu við pólitískan áróður, gengust
fyrir tveimur herferðum um að skila auðu í kosningum, árið 1982 var
plakataherferð og árið eftir tónleikar í Félagsstofnun stúdenta.
Eins og áður segir var 1985 síðasta Medúsuárið þótt hópurinn hafi aldrei
hætt formlega. Það ár var haldinn ,Dagur ljóðsins‘ í fyrsta sinn á Íslandi og
stóðu Medúsulimir fyrir ‚ljóðasprengju‘, ljóðaupplestri eða ljóðagjörningi.
Síðasta verkefni hópsins var síðan með Kuklinu og hét Sirkusdútl. Hópurinn
rann saman við aðra svipaða og áberandi hópa sem störfuðu þá, eins og
Oxsmá og leikhópinn Svart og sykurlaust. Sjón var fjölmiðlafulltrúi Oxsmá
um tíma, sumarið 1985, en sá hópur gerði meðal annars kvikmyndina
Sjúgðu mig Nína (1985) sem talin er mikilvægur viðburður í gerð tilrauna-
kvikmynda.
Þrátt fyrir að tími öflugra framúrstefnuhópa hafi í raun verið liðinn
þegar Medúsa er stofnuð – ef miðað er við tvö aðalskeið framúrstefnunnar,
frá 1910 til seinni heimsstyrjaldar og svo aftur frá eftirstríðsárunum fram
undir 197018 – þá var Medúsa langt því frá að vera ein í heiminum. Frá árinu
1981 höfðu Medúsulimir skriflegt samband við ýmsa súrrealistahópa um
víðan heim sem þeir að auki heimsóttu á ferðalögum en árangurinn af þessu
alþjóðlega samstarfi mátti meðal annars sjá í sýningum í Skruggubúð. Meðal
annars voru stofnuð samtök norrænna súrrealista, en frá því segir einmitt í
Hinum súrrealíska uppskurði. Aftast í því tímariti er svo að finna póstlista
yfir súrrealistahópa, einskonar ‚tenglasíðu‘ þess tíma. Ljóð eftir Medúsu-
meðlimi birtust í enskumælandi tímaritinu Dunganon sem Tony Pusey gaf
út í Svíþjóð. Segja má að Tony þessi hafi verið einskonar aukameðlimur í
Medúsu.19
Árið 1993 var sett upp sýning á verkum og sögu Medúsu í Gerðubergi
undir styrkri stjórn Ólafs Jóhanns Engilbertssonar. Jafnframt voru fluttir
leikþættir byggðir á sögu Medúsu og haldnir upplestrar, þó kannski ekki
með samskonar fyrirgangi og á blómatímanum.
Viðtökur
Ekki er að sjá að íslenskt bókmenntafólk hafi beinlínis áttað sig á því sem
þarna var að gerast, en þrátt fyrir að hópurinn hafi verið duglegur að koma
sér á framfæri tóku fjölmiðlar þeim frekar fálega. Það var þó helst Morgun-
blaðið sem fjallaði um bækur Medúsu og er ljóst að hópurinn átti góðan