Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 22
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 22 TMM 2018 · 1 eins og Íslendingar hafa ímyndað sér hana, maturinn, landslagið og fólkið gæti verið í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu eða jafnvel í Sviss eða Austurríki. Arnljótur fer til útlanda til að endurreisa fornan rósagarð í munkaklaustri. Heima skilur hann eftir nýfætt barn sitt og barnsmóður. Sá viðskilnaður virðist þó í fullri sátt, barnið hefur komið undir í einnar nætur ævintýri í gróðurhúsi móður hans. Aðstæður við getnaðinn eru raunar óvenjulegar, gróðurhúsið lýsist upp á dularfullan hátt meðan á ástarfundi þeirra stendur. Sú uppljómun er kannski fyrsta vísbendingin um að dóttir þeirra, Flóra Sól, sé ekkert venjulegt barn. Þegar Arnljótur hefur dvalið um tíma í klaustrinu kemur barnsmóðirin með barnið út til hans og um stund dvelja þau þrjú saman í fjallaþorpinu og verða einhvers konar fjölskylda þar til barnsmóðirin yfirgefur Arnljót og barnið til að stunda nám. Sögusviðið í Ör er óljóst eða sértækt á nákvæmlega sama hátt, Jónas Ebeneser, sögumaður og aðalsöguhetja, ákveður að láta sig hverfa frá Íslandi. Í kafla sem heitir „Miði til tunglsins aðra leiðina“ velur hann sér „land sem var lengi í fréttum vegna stríðsátaka en er horfið af sjónarsviðinu eftir að vopnahlé komst á fyrir nokkrum mánuðum og athyglin færðist annað.“ (62). Landið sem hann kemur til reynist illa farið eftir stríðsátök en það er engin leið fyrir lesandann að átta sig á því í hvaða landi hann er nákvæmlega eða jafnvel hvaða heimsálfu. Jónas fer upphaflega úr landi með það fyrir augum að fyrirfara sér. Eigin- kona hans, sem heitir Guðrún eins og bæði dóttir hans og móðir, hefur sagt skilið við hann eftir að hjónabandið hafði verið ástlaust um langa hríð og sem kveðjugjöf hefur hún upplýst hann um að hann sé ekki líffræðilegur faðir dóttur sinnar. Í hinu ónefnda stríðshrjáða landi finnur hann tilgang að nýju. Hann fer að aðstoða fólk, einkum konur, við endurbyggingu landsins. Með borvél, verkfæratösku og eigin handlagni að vopni leggur hann sitt litla lóð á vogarskálarnar til að gera við hús og byggja upp samfélag úr rústunum. Söguhetjur þessara sagna eiga það því sameiginlegt að þeir byggja upp það sem hefur orðið eyðingu eða hrörnun að bráð. Þeir eru báðir handlagnir menn, einhvers konar tilbrigði við Homo faber. Í Ör er raunar vísað í annað latneskt heiti, þar er Jónas kenndur við það þróunarstig mannsins sem nefnist Homo habilis (124 o.áfr.). Að þessu leyti er hlutverk þeirra hefðbundið hlut- verk karlmanna í vestrænum samfélögum, þeir uppfylla að einhverju leyti það sem R. Connell hefur kallað ráðandi karlmennsku (e. hegemonic mas- culinity).4 Þrátt fyrir það mótast sjálfsmynd þeirra líka af frávikum frá hefðbundinni karlmennsku og umfjöllun um kyngervi og kynhlutverk í þessum sögum er langt frá því að vera einföld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.